Nýtt landmótunarkort af Breiðamerkursandi
Á dögunum birtist vísindagrein í sænska landfræðiritinu ‘Geografiska Annaler’ þar sem kynnt er nýtt landmótunarkort af Breiðamerkursandi. Ásamt því er framvinda hörfunar Breiðamerkurjökuls og landmótun, frá því að hann var í hámarksstöðu í lok 19. aldar til ársins 2018, rakin mun nákvæmar en áður hefur verið gert. Greinina rita Snævarr Guðmundsson, hjá Náttúrustofu Suðausturlands og David J.A. Evans hjá Durham háskóla í Norðhumbrulandi á Englandi. Greinin sem er á ensku heitir: „Geomorphological map of Breiðamerkursandur 2018: the historical evolution of an active temperate glacier foreland“. Á Breiðamerkursandi hafa landslagsbreytingar verið afar hraðar og þar birtast öll helstu auðkenni landmótunar sem finnst framan við jökla. Lesa meira