Dagur íslenskrar náttúru 2023
Vetur konungur knýr á dyr
Nú síðsumars tekur lífríki Íslands nokkrum breytingum. Farfuglar eru farnir að hugsa sér til hreyfings. Helsinginn sem Náttúrustofan hefur fylgst með í sumar undirbýr flug sitt til Bretlandseyja og skúmurinn heldur á haf út þar sem hann dvelur á veturnar. Í dag er dagur íslenskrar náttúru. Hann er haldinn ár hvert þann 16. september til heiðurs Ómari Ragnarssyni, afmælisbarni. Dagurinn er tileinkaður Ómari fyrir framlag hans til náttúruverndar og fræðslu um náttúru Íslands. Dagur íslenskrar náttúru fellur því alltaf síðsumars þegar vetrarundirbúningur er hafinn í náttúru Íslands. Það er því ekki úr vegi að nýta tækifærið og velta aðeins fyrir sér hvernig lífverur bregðast við breyttu tíðarfari. Lesa meira