Hlutverk Náttúrustofu Suðausturlands

Náttúrustofa Suðausturlands er rannsóknastofnun á sviði náttúrufræða. Hún er ein af átta náttúrustofum sem starfræktar eru á Íslandi. Náttúrustofurnar hafa allar sama hlutverki að gegna en þær starfa á mismunandi landssvæðum. Starfssvæði Náttúrustofu Suðausturlands nær frá Mýrdalssandi í vestri og austur í Hvalnesskriður. Helstu Hlutverk Náttúrustofu Suðausturlands eru;

a. að safna gögnum, varðveita heimildir um náttúrufar og stunda vísindalegar náttúrurannsóknir, einkum í þeim landshluta þar sem náttúrustofan starfar,

b. að stuðla að æskilegri landnýtingu og náttúruvernd og veita fræðslu um umhverfismál og náttúrufræði og aðstoða við gerð náttúrusýninga,

c. að veita náttúruverndarnefndum á starfssvæði stofunnar upplýsingar og ráðgjöf á verksviði stofunnar samkvæmt ákvörðun stjórnar náttúrustofu hverju sinni,

d. að veita ráðgjöf, sinna rannsóknum og sjá um vöktun gegn greiðslu á verksviði stofunnar að beiðni sveitarfélaga, ríkis eða stofnana þeirra, einstaklinga, fyrirtækja eða annarra aðila,

e. að annast almennt eftirlit með náttúru landsins, sbr. 7. gr. náttúruverndarlaga, nr. 44/1999, einkum í þeim landshluta þar sem náttúrustofan starfar; Náttúruvernd ríkisins skal gera samning um slíkt eftirlit við náttúrustofur sem staðfestur er af ráðherra.

Náttúrustofa Suðausturlands starfar samkvæmt rekstrarsamningi milli umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, Sveitarfélagsins Hornafjarðar og Skarftárhrepps. Stofan hefur aðsetur á Litlubrú 2 í Höfn í Hornafirði og á Klausturvegi 4 á Kirkjubæjarklaustri. Hún var stofnuð þann 11. janúar 2013 og tók til starfa 1. júlí sama ár. Náttúrustofa Suðausturlands starfar í samræmi við lög nr. 60/1992 um Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur, með síðari breytingum. Náttúrustofan sinnir einnig verkefnum skv. ákvæðum laga nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum með síðar breytingum. Þá er hlutverks náttúrustofa getið í lögum nr. 36/2011 um stjórn vatnamála, svo og í reglugerð nr. 229/1993 um Náttúrufræðistofnun.

Stjórn Náttúrustofu Suðausturlands

Stjórn Náttúrustofu Suðausturlands skal skipuð þremur mönnum. Tveir eru skipaðir af Sveitarfélaginu Hornafirði og einn af Skaftárhreppi.  Stjórnin skal kosin til fjögurra ára í senn. Kjör stjórnar skal jafnan fara fram í upphafi nýs kjörtímabils sveitarstjórna. Þannig er stjórnun stofunnar alfarið í höndum heimamanna.

Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum, en kosnir skulu formaður, varaformaður og ritari.

Núverandi stjórn (2022-2026) er þannig skipuð:

Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar
Auður Guðbjörnsdóttir, fulltrúi í sveitarstjórn Skaftárhrepps
Sæunn Stefánsdóttir, forstöðumaður Stofnunar Rannsóknasetra Háskóla Íslands

Varamenn
Anna Ragnarsdóttir Pedersen, Höfn
Björn Helgi Snorrason, Skaftárhreppi
Sigurður Sigursveinsson, Selfossi

Fyrri stjórnir
Náttúrustofa Suðausturlands
Skaftárhreppuur
Sveitarfélagið Hornafjörður

Dr. Rögnvaldur Ólafsson, dósent við eðlisfræðiskor HÍ
Eva Björk Harðardóttir, oddviti Skaftárhrepps. Bjarki Guðnason tók sæti Evu 2021
Matthildur Ásmundardóttir, Bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar

Varamenn:
Bjarki Guðnason, Kirkjubæjarklaustri,
Hugrún Harpa Reynisdóttir, Höfn
Sigurður Sigursveinsson, Selfossi

Dr. Rögnvaldur Ólafsson, dósent við eðlisfræðiskor HÍ, stjórnarformaður
Sandra Brá Jóhannsdóttir, Sveitarstjóri Skaftárhrepps
Björn Ingi Jónsson, Bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar

Varamenn:
Guðlaug Úlfarsdóttir, Hornafirði
Sigurður Sigursveinsson, Selfossi
Þorbjörg Ása Jónsdóttir, Kirkjubæjarklaustri

Dr. Rögnvaldur Ólafsson, dósent við eðlisfræðiskor HÍ, stjórnarformaður
Rannveig Ólafsdóttir, líffræðingur hjá Kötlu Geopark, ritari
Björn Ingi Jónsson, Bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar

Varamenn:
Þórhildur Magnúsdóttir, Hornafirði
Steingerður Hreinsdóttir, Selfossi
Þorbjörg Ása Jónsdóttir, Kirkjubæjarklaustri

Dr. Rögnvaldur Ólafsson, dósent við eðlisfræðiskor HÍ, stjórnarformaður
Eygló Kristjánsdóttir, sveitastjóri Skaftárhrepps
Hugrún Harpa Reynisdóttir, B.A. í félagsfræði og leikskólaleiðbeinandi

Varamenn:
Björn Ingi Jónsson, Hornafirði
Steingerður Hreinsdóttir, Selfossi
Þórunn Júlíusdóttir, Kirkjubæjarklaustri