Hlutverk Náttúrustofu Suðausturlands
Náttúrustofa Suðausturlands er rannsóknastofnun á sviði náttúrufræða. Hún er ein af átta náttúrustofum sem starfræktar eru á Íslandi. Náttúrustofurnar hafa allar sama hlutverki að gegna en þær starfa á mismunandi landssvæðum. Starfssvæði Náttúrustofu Suðausturlands nær frá Mýrdalssandi í vestri og austur í Hvalnesskriður. Helstu Hlutverk Náttúrustofu Suðausturlands eru;
a. að safna gögnum, varðveita heimildir um náttúrufar og stunda vísindalegar náttúrurannsóknir, einkum í þeim landshluta þar sem náttúrustofan starfar,
b. að stuðla að æskilegri landnýtingu og náttúruvernd og veita fræðslu um umhverfismál og náttúrufræði og aðstoða við gerð náttúrusýninga,
c. að veita náttúruverndarnefndum á starfssvæði stofunnar upplýsingar og ráðgjöf á verksviði stofunnar samkvæmt ákvörðun stjórnar náttúrustofu hverju sinni,
d. að veita ráðgjöf, sinna rannsóknum og sjá um vöktun gegn greiðslu á verksviði stofunnar að beiðni sveitarfélaga, ríkis eða stofnana þeirra, einstaklinga, fyrirtækja eða annarra aðila,
e. að annast almennt eftirlit með náttúru landsins, sbr. 7. gr. náttúruverndarlaga, nr. 44/1999, einkum í þeim landshluta þar sem náttúrustofan starfar; Náttúruvernd ríkisins skal gera samning um slíkt eftirlit við náttúrustofur sem staðfestur er af ráðherra.
Náttúrustofa Suðausturlands starfar samkvæmt rekstrarsamningi milli umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, Sveitarfélagsins Hornafjarðar og Skarftárhrepps. Stofan hefur aðsetur á Litlubrú 2 í Höfn í Hornafirði og á Klausturvegi 4 á Kirkjubæjarklaustri. Hún var stofnuð þann 11. janúar 2013 og tók til starfa 1. júlí sama ár. Náttúrustofa Suðausturlands starfar í samræmi við lög nr. 60/1992 um Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur, með síðari breytingum. Náttúrustofan sinnir einnig verkefnum skv. ákvæðum laga nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum með síðar breytingum. Þá er hlutverks náttúrustofa getið í lögum nr. 36/2011 um stjórn vatnamála, svo og í reglugerð nr. 229/1993 um Náttúrufræðistofnun.
Stjórn Náttúrustofu Suðausturlands
Stjórn Náttúrustofu Suðausturlands skal skipuð þremur mönnum. Tveir eru skipaðir af Sveitarfélaginu Hornafirði og einn af Skaftárhreppi. Stjórnin skal kosin til fjögurra ára í senn. Kjör stjórnar skal jafnan fara fram í upphafi nýs kjörtímabils sveitarstjórna. Þannig er stjórnun stofunnar alfarið í höndum heimamanna.
Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum, en kosnir skulu formaður, varaformaður og ritari.
Núverandi stjórn (2022-2026) er þannig skipuð:
Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar
Auður Guðbjörnsdóttir, fulltrúi í sveitarstjórn Skaftárhrepps
Sæunn Stefánsdóttir, forstöðumaður Stofnunar Rannsóknasetra Háskóla Íslands
Varamenn
Anna Ragnarsdóttir Pedersen, Höfn
Björn Helgi Snorrason, Skaftárhreppi
Sigurður Sigursveinsson, Selfossi
Fyrri stjórnir
Stjórn 2018-2022
Dr. Rögnvaldur Ólafsson, dósent við eðlisfræðiskor HÍ
Eva Björk Harðardóttir, oddviti Skaftárhrepps. Bjarki Guðnason tók sæti Evu 2021
Matthildur Ásmundardóttir, Bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar
Varamenn:
Bjarki Guðnason, Kirkjubæjarklaustri,
Hugrún Harpa Reynisdóttir, Höfn
Sigurður Sigursveinsson, Selfossi
Stjórn 2016-2018
Dr. Rögnvaldur Ólafsson, dósent við eðlisfræðiskor HÍ, stjórnarformaður
Sandra Brá Jóhannsdóttir, Sveitarstjóri Skaftárhrepps
Björn Ingi Jónsson, Bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar
Varamenn:
Guðlaug Úlfarsdóttir, Hornafirði
Sigurður Sigursveinsson, Selfossi
Þorbjörg Ása Jónsdóttir, Kirkjubæjarklaustri
Stjórn 2014-2016
Dr. Rögnvaldur Ólafsson, dósent við eðlisfræðiskor HÍ, stjórnarformaður
Rannveig Ólafsdóttir, líffræðingur hjá Kötlu Geopark, ritari
Björn Ingi Jónsson, Bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar
Varamenn:
Þórhildur Magnúsdóttir, Hornafirði
Steingerður Hreinsdóttir, Selfossi
Þorbjörg Ása Jónsdóttir, Kirkjubæjarklaustri
Stjórn 2012-2014
Dr. Rögnvaldur Ólafsson, dósent við eðlisfræðiskor HÍ, stjórnarformaður
Eygló Kristjánsdóttir, sveitastjóri Skaftárhrepps
Hugrún Harpa Reynisdóttir, B.A. í félagsfræði og leikskólaleiðbeinandi
Varamenn:
Björn Ingi Jónsson, Hornafirði
Steingerður Hreinsdóttir, Selfossi
Þórunn Júlíusdóttir, Kirkjubæjarklaustri