Færslur

Vöktun náttúruverndarsvæða sumarið 2023

Starfsmenn Náttúrustofu Suðausturlands hafa vaktað náttúruverndarsvæði með ýmsu móti í sumar. Vöktun náttúruverndarsvæða er samstarfsverkefni Náttúrufræðistofnunar Íslands, náttúrustofa landsins, Umhverfisstofnunar og þjóðgarða. Verkefnið gengur út á að vakta náttúru til lengri tíma og þær breytingar sem hún verður fyrir. Áhersla er lögð á að greina áhrif ferðamanna á náttúruverndarsvæðum og að rannsaka náttúrulegan fjölbreytileika. Sú vöktun sem Náttúrustofa Suðausturlands sinnir nær yfir gróður, dýralíf og jarðminjar. Með vöktun á dýralífi, gróðri og jarðminjum er hægt að skrásetja þær breytingar sem eiga sér stað í náttúrunni. Lesa meira