FÆRSLUR EFTIR Snævarr Guðmundsson

Myrkvar valinna myrkvastjarna og þvergöngur fjarrreikistjarna – Yfirlit 2020.

  Út er komin rafræn skýrsla þar sem greint er frá ljósmælingum á völdum myrkvatvístirnum og fjarreikistjörnum, sem flestar voru gerðar frá Hornafirði árið 2020. Höfundur hennar er Snævarr Guðmundsson hjá Náttúrustofu Suðausturlands. Þar er sagt frá myrkvatvístirnunum HX UMa, V 523 Cas, V 477 Peg, V 549 And, V 705 And og V 473 […]

Yfirlit um íslenska jökla 2020

Fréttabréf, vegna verkefnisins „Hörfandi jöklar“, er komið út. Það upplýsir um jöklabreytingar og niðurstöður mælinga á stöðu jökulsporða árið 2020. Þar kemur fram að afkoma íslenskra jökla var lítillega neikvæð það ár, og þó að flestir sporðar hafi hopað tugi metra hafi orðið vart við að nokkrir brattir skriðjöklar hafi sigið svolítið fram. Mest hopaði […]

Að fóstra jökul

Í nýjasta hefti Jökuls (nr 70), ársriti Jöklarannsóknafélags Íslands, er grein þar sem stiklað er á stóru í sögu jökulsporðamælinga hér á landi og greint frá aðferðum og vöktun sem sjálfboðaliðar Jöklarannsóknafélags Íslands sinna. Mælingar á breytingum jökulsporða hófust árið 1930, þegar Jón Eyþórsson veðurfræðingur hóf kerfisbundnar mælingar. Fékk hann í lið með sér heimafólk, […]

Farvegir Jökulsár á Breiðamerkursandi

Í nýjasta hefti Jökuls (nr 70), ársriti Jöklarannsóknafélags Íslands, er grein eftir Snævarr Guðmundsson á Náttúrustofu Suðausturlands og Helga Björnsson jöklafræðing á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, þar sem dreginn er saman fróðleikur um farvegi Jökulsár á Breiðamerkursandi og kynnt kort sem sýnir hvar áin rann á ýmsum tímum á 19. og 20. öld. Jökulsá á Breiðamerkursandi […]

Landsjöklaskrá

Í nýjasta hefti Jökuls (nr 70), ársriti Jöklarannsóknafélags Íslands, er grein eftir Hrafnhildi Hannesdóttur, Odd Sigurðsson, Ragnar H. Þrastarson, Snævarr Guðmundsson, Joaquín M.C. Belart, Finn Pálsson, Eyjólf Magnússon, Skúla Víkingsson og Tómas Jóhannesson þar sem kynnt er skráning íslenskra jökla.  Í skránni eru tekin saman gögn um útbreiðslu jökla frá nokkrum rannsóknahópum og nemendaverkefnum. Þar […]

Kvískerjajöklar í Öræfajökli

Í nýjasta hefti Jökuls (nr 70), ársriti Jöklarannsóknafélags Íslands, birtist ritrýnd grein eftir Snævarr Guðmundsson á Náttúrustofu Suðausturlands og Helga Björnsson jöklafræðing á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, um hina lítt þekktu jökultungur ofan við Kvísker í Öræfum. Í greininni eru raktar breytingar frá 18. öld á jökultungunum, sem eru auðkenndir sem Nyrðri- og Syðri Kvískerjajöklar. Flestir […]

Ljósmælingar og tímaákvarðanir á myrkvastjörnum, þvergöngum fjarrreikistjarna og fjarlægðaákvörðun NGC 7654 – Yfirlit 2019.

Út er komin skýrsla á vegum Náttúrustofu Suðausturlands, þar sem greint er frá ljósmælingum á völdum myrkvatvístirnum og fjarreikistjörnum, sem flestar voru gerðar frá Hornafirði árið 2019. Á eftir inngangi til þess að útskýra bakgrunn mælinganna, er sagt frá ljósmælingum á myrkvatvístirnunum 473 Cam, OT UMa, GY Psc, V 801 And og V 712 And, […]

Grein um Breiðamerkursand og hop Breiðamerkurjökuls á 20. öld í Geografiska Annaler.

Breiðamerkursandur og hop Breiðamerkurjökuls eru höfuðviðfangsefnið í ritrýndri grein sem birtist í alþjóðlega vísindaritinu Geografiska Annaler: Series A, Physical Geography, í lok júní 2019. Í greininni „Testing lichenometric techniques in the production of a new growth-rate (curve) for the Breiðamerkurjökull foreland, Iceland, and the analysis of potential climatic drivers of glacier recession“ er m.a. gerður […]

Stjörnumælingar 2017 til 2018

Út er komin skýrsla á vegum Náttúrustofu Suðausturlands, þar sem greint er frá ljósmælingum á völdum myrkvatvístirnum og fjarreikistjörnum, sem flestar voru gerðar frá Hornafirði árin 2017 og 2018. Myrkvatvístirni eru tvær [sól]stjörnur bundnar sameiginlegri þungamiðju. Frá jörðu séð aðgreinast þær ekki í sjónaukum og  sést aðeins „stök” stjarna. Breytingar á birtustyrk leiða hins vegar […]