FÆRSLUR EFTIR Kristín Hermannsdóttir

Ársfundur Náttúrustofu Suðausturlands 2016

Ársfundur Náttúrustofu Suðausturlands ses. verður haldinn fimmtudaginn 28. apríl 2016  kl. 15 í Nýheimum á Höfn í Hornafirði. Á undan venjubundnum fundarstörfum verða haldin tvö erindi á vegum Náttúrustofu Suðausturlands. Áningarstaðir og örugg vegútskot á Suðausturlandi: Snævarr Guðmundsson Grunnrannsóknir á lífríki Míganda í Skarðsfirði: Herdís Ólína Hjörvarsdóttir Kaffi á könnunni og allir velkomnir Stjórnin

3. bekkur í tungl- og stjörnuskoðun

Fimmtudagsmorguninn 28. janúar komu vaskir krakkar úr 3. bekk Grunnskóla Hornafjarðar í heimsókn til Náttúrustofu Suðausturlands í Nýheimum. Þau komu ásamt kennara sínum, en nokkrir foreldrar og aðrir aðstandendur slógust einnig í hópinn. Tilefnið var að skoða tunglið, Júpíter og tungl hans sem kallast Galílei-tunglin og heita Jó, Evrópa, Kallistó og Ganymedes. Fór þessi skoðun […]

Uppskerutap vegna ágangs gæsa í ræktarlönd í Austur-Skaftafellssýslu 2015

Út er komin skýrsla á vegum Náttúrustofu Suðausturlands um uppskerutap vegna ágangs gæsa í ræktarlönd 2015. Verkefnið var samstarfsverkefni Fuglaathugunarstöðvar Suðausturlands, Búnaðarsambands Suðurlands og Landbúnaðarháskóla Íslands og styrkt af Framleiðnisjóði landbúnaðarins. Skýrslan greinir frá verkefni sem unnið var árið 2015. Rannsókn var gerð í Austur-Skaftafellssýslu en þar var borin saman uppskera í friðuðum grasreitum við […]

Helsingjar í Austur-Skaftafellssýslu – Stofnstærð og varpútbreiðsla 2014

Út er komin skýrsla á vegum Náttúrustofu Suðausturlands um helsingja í Austur-Skaftafellssýlus- stofnstærð og varpútbreiðsla 2014. Verkefnið var samvinnuverkefni með Fuglaathugunarstöð Suðausturlands og var styrkt af Veiðikortasjóði Umhverfis– og auðlindaráðuneytisins. Sumarið 2014 var farið á nokkur svæði í Austur-Skaftafellssýslu sem álitið var að helsingjar kynnu að verpa. Hreiðurstæði voru hnitsett og talin á hverjum stað. […]

Stjörnuskoðun fimmtudaginn 26. nóvember

Náttúrustofa Suðausturlands býður áhugasömum í stjörnuskoðun á fimmtudagskvöld, 26. nóvember, við stjörnuturninn á Markúsarþýfishól (á leiðinni út á Ægissíðu). Stefnt er á að vera þar á milli kl 19:00 og 20:30. Spáð er björtu veðri en nokkrum vindi svo ráðlegast er að klæða sig vel. Takið endilega handkíkjana ykkar með, eða stjörnu- og fuglasjónauka. Þar […]

Dagur íslenskrar náttúru 16. september 2015

Í tilefni dags íslenskrar náttúru hafa Náttúrustofa Suðausturlands og Gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs í Gömlubúð á Höfn ákveðið að standa fyrir viðburði á Höfn í Hornafirði. Miðvikudaginn 16. september kl. 20 verða flutt tvö fræðsluerindi í Gömlubúð. Erindin tengjast bæði Holuhrauni, en rúmt ár er síðan þar hófst eldgos. Fyrst flytur Guðrún Nína Petersen veðurfræðingur á Veðurstofu […]

Kóngasvarmi í Skaftafelli

Sunnudaginn 30. ágúst 2015 sást og náðist fiðrildi af tegundinni kóngasvarmi í Skaftafelli. Finnandi var Valdís Kjartansdóttir og kom hún með hann til Náttúrustofu Suðausturlands á Höfn. Samkvæmt upplýsingum frá Erling Ólafssyni á Náttúrufræðistofnun Íslands var þetta sjöundi kóngasvarminn sem finnst hér á landi í sumar, en sá fyrsti fannst vestur í Dölum 25. ágúst. […]

2015: Ár jarðvegsins

Jarðvegur er skilgreindur sem efsta lagið á jarðskorpunni. Hann er undirstaða í velgengni plantna og þar með dýra. Jarðvegur er því afar mikilvægur, þó fær hann ekki alltaf þá athygli sem hann á skilið. Sameinuðu þjóðirnar útnefndu árið 2015 sem ár jarðvegs, einmitt til  að vekja athygli á mikilvægi hans og þeim ógnum sem steðja […]

Uppskerutap vegna ágangs gæsa í ræktarlönd og eftirlíking gæsabeitar á bygg að vori 2014

Út er komin skýrsla á vegum Náttúrustofu Suðausturlands um uppskerutap vegna ágangs gæsa í ræktarlönd og eftirlíking gæsabeitar á bygg að vori 2014. Verkefnið var unnið í samvinnu Fuglaathugunarstöðvar Suðausturlands, Búnaðarsambands Suðurlands, Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins og var styrkt af Veiðikortasjóði Umhverfis– og auðlindaráðuneytis. Í skýrslunni greinir frá tveimur tilraunaverkefnum sem voru unnin […]