3. bekkur í tungl- og stjörnuskoðun

Fimmtudagsmorguninn 28. janúar komu vaskir krakkar úr 3. bekk Grunnskóla Hornafjarðar í heimsókn til Náttúrustofu Suðausturlands í Nýheimum. Þau komu ásamt kennara sínum, en nokkrir foreldrar og aðrir aðstandendur slógust einnig í hópinn. Tilefnið var að skoða tunglið, Júpíter og tungl hans sem kallast Galílei-tunglin og heita Jó, Evrópa, Kallistó og Ganymedes. Fór þessi skoðun fram vestan við Nýheima – úti við Náttúrustíginn og voru notaðir tveir stórir stjörnusjónaukar, en einnig var horft til himins með handsjónaukum og berum augum. Við stíginn er unnið að því koma fyrir steinum víðs vegar úr sveitarfélaginu til fræðslu og afþreyingar og einhverjir klifruðu upp á þá. Var ekki annað að sjá og heyra en að heimsóknin hefði heppnast vel, þrátt fyrir nokkrar kaldar tær.

 

20160128_081854 20160128_081724 20160128_081711

 

 

 

 

20160128_082730 (2) 20160128_083407 (2)galileotunglin