Jólakveðja Náttúrustofu Suðausturlands
Náttúrustofa Suðausturlands sendir öllum vinum og velunnurum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár
This author has yet to write their bio.Meanwhile lets just say that we are proud Kristín Hermannsdóttir contributed a whooping 105 entries.
Náttúrustofa Suðausturlands sendir öllum vinum og velunnurum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár
Í gær tók Náttúrustofa Suðausturlands við tveimur styrkjum í verkefni sem stofan mun m.a. vinna að á nýju ári. Annar styrkurinn er í verkefni sem kallast „Náttúrustígur“. Í lýsingu á verkefninu segir: Á göngustíg sem liggur vestanmegin við byggðina á Höfn í Hornafirði er ætlunin að koma fyrir upplýsingum um náttúruna í víðu samhengi. Frá […]
Föstudaginn 1. nóvember var haldin ráðstefna á Hótel Höfn á vegum Ríkis Vatnajökuls sem nefnd var „Tilvist og tækifæri“. Þegar ráðstefnunni lauk tók við óvissuferð sem var í samvinnu við Náttúrustofu Suðausturlands. Ferðin hófst í Óslandi þar sem kynnt var hugmynd að sólkerfislíkani sem Náttúrustofa Suðausturlands hyggst koma upp. Í því er gert ráð fyrir […]
Út er komin greinargerð hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu um myrkurgæði og tillögur um hvernig sporna megi við ljósmengun á Íslandi, bæði í þéttbýli og dreifbýli. Starfsmaður Náttúrustofu Suðausturlands, Snævarr Guðmundsson vann ásamt fleirum í starfshópi að þessari greinargerð, en starfshópurinn hefur starfað síðan í mars 2012 og var Mörður Árnason formaður hans. Í tilefni af […]
Vefur Náttúrustofu Suðausturlands hefur formlega verið settur í loftið. Hann var hannaður af Daníel Imsland (dimms.is) sem einnig hannaði fyrirtækismerkið – logóið. Á vefinn er fyrirhugað að setja inn fréttir, upplýsingar um verkefni, myndir og viðburði, en einnig er hægt að hafa samband við starfsmenn Náttúrustofu í gegnum fyrirspurnir.