FÆRSLUR EFTIR Lilja Jóhannesdóttir

Nýr starfsmaður Náttúrustofu Suðausturlands

Um áramótin tók til starfa nýr starfsmaður hjá Náttúrustofunni, Álfur Birkir Bjarnason. Álfur er með B.Sc. gráðu í líffræði frá Háskóla Íslands og í tölvunarstærðfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Álfur kemur inn í 50% stöðu til að byrja með en samhliða henni vinnur hann sem verkefnastjóri hjá Vatnajökulsþjóðgarði. Áður hefur Álfur m.a. starfað sem stundakennari […]

Útbreiðsla tröllasmiðs í Sveitarfélaginu Hornafirði 2022

Út er komin skýrsla verkefnisins: Útbreiðsla tröllasmiðs í Sveitarfélaginu Hornafirði 2022. Verkefnið hófst sumarið 2021 en áhersluþunginn var í sumar þegar lagðar voru út fallgildrur til að greina betur útbreiðslu hans. Tröllasmiður (Carabus problematicus) er eitt stærsta skordýr Íslands og finnst aðeins á litlu svæði í Sveitarfélaginu Hornafirði, af öllum heiminum, frá Hoffelli og austur […]

Jólakveðja og annáll Náttúrustofu Suðausturlands 2022

Náttúrustofa Suðausturlands var stofnuð árið 2013 og fagnar því 10 ára afmæli á næsta ári. Stofan hefur aðsetur á Höfn í Hornafirði en einnig á Kirkjubæjarklaustri. Breyting varð í brúnni núna í ár en Kristín Hermannsdóttir, sem hefur verið við stjórnvölinn frá stofnun stofunnar, lét af störfum og við forstöðumannsstöðunni tók Lilja Jóhannesdóttir sem hefur […]

Nýtt landmótunarkort af Breiðamerkursandi

Á dögunum birtist vísindagrein í sænska landfræðiritinu ‘Geografiska Annaler’ þar sem kynnt er nýtt landmótunarkort af Breiðamerkursandi. Ásamt því er framvinda hörfunar Breiðamerkurjökuls og landmótun, frá því að hann var í hámarksstöðu í lok 19. aldar til ársins 2018, rakin mun nákvæmar en áður hefur verið gert. Greinina rita Snævarr Guðmundsson, hjá Náttúrustofu Suðausturlands og […]

Náttúrustofa Suðausturlands leitar að náttúrufræðingi  

  Náttúrufræðingur Náttúrustofa Suðausturlands óskar eftir náttúrufræðing til starfa. Um er að ræða fullt starf sem fer fram bæði í vettvangsrannsóknum og við úrvinnslu gagna og skýrsluskrif. Starfið mótast af sérþekkingu umsækjanda og getur m.a. snúið að þróun nýrra verkefna á sviði náttúrurannsókna. Náttúrustofa Suðausturlands sinnir fjölbreyttum náttúrufarsrannsóknum, t.d. á fuglum, gróðri, kolefnisflæði, jöklum og […]

Varpútbreiðsla helsingja á Suðausturlandi 2019 og 2020

Nú eru komin á netið tvö minnisblöð frá kortlagningu varpútbreiðslu helsingja síðustu tveggja sumra. Helsingi er tiltölulega nýr varpfugl á Íslandi og er aðalvarpútbreiðsla hans í Skaftafellssýslum og höfum við á Náttúrustofunni lagt áherslu á að fylgjast náið með framvindunni. Heildstæð hreiðurtalning fór fram í fyrsta skipti árið 2019 sem var samstarfsverkefni Náttúrustofu Suðausturlands og […]

Varpútbreiðsla skúms í Ingólfshöfða, Salthöfða og á Skeiðarársandi sumarið 2019

Nú er kominn út önnur skýrsla á skömmum tíma um skúm út hjá Náttúrustofunni en þessi skýrsla segir frá varpútbreiðslu skúms í Ingólfshöfða, Salthöfða og á Skeiðarársandi sumarið 2019. Í kjölfar kortlagningar á varpútbreiðslu skúms á Breiðamerkursandi sumarið 2018 sem unnin var við stofuna í samstarfi við Fuglaathugunarstöð Suðausturlands og sýndi fram á mikla fækkun […]

Varpárangur skúms á Breiðamerkursandi og í Öræfum sumarið 2019

Út er komin skýrsla á vegum Náttúrustofu Suðausturlands sem greinir frá mælingum á varpárangri skúms á Breiðamerkursandi og í Öræfum sumarið 2019. Skúmi hefur verið að fækka á Íslandi og taldar líkur á að slæmur varpárangur eigi að hluta til þátt í því. Metinn var varpárangur 30 hreiðra á Breiðamerkursandi og í Öræfum og af […]