FÆRSLUR EFTIR Snævarr Guðmundsson

Athygli vakin á stjörnumælingunum frá Hornafirði

Vefsíða Almanaks Háskóla Íslands vakti nýlega athygli á stjörnuathugunum sem nú er sinnt frá Hornafirði. Í almanakinu, hefur verið birt tímatafla fyrir myrkva stjörnunnar Algol, í stjörnumerkinu Perseusi, fyrir hvert ár. Algol-myrkvar eru sjáanlegir með berum augum. Nýverið var myrkvi stjörnunnar tímasettur frá Hornafirði og munu myrkvar fyrir árið 2017, sem verða skráðir í almanakið […]

Snæfell sést frá Lóni

Fyrir nokkru síðan var okkur á Náttúrustofu Suðausturlands bent á að það væri hægt að sjá Snæfell (1833 m) á Fljótdalshéraði, frá Suðausturlandi, á afmörkuðum kafla við hringveginn í Lóni. Þetta var ótrúlegt að heyra því landið austan við Vatnajökul er svo hálent og tindótt að við fyrstu umhugsun teldi maður það ósennilegt. Var undirritaður […]

Vetrarmánuðirnir eru tími íshellaskoðunar 2016

Starfsmenn Náttúrustofu Suðausturlands renndu á dögunum út á Breiðamerkursand í vísindalegum erindagjörðum en gafst engu að síður tími til að skoða íshelli í Breiðamerkurjökli sem gjarnan er auðkenndur sem „Kristalshellirinn“ af leiðsögumönnum á svæðinu. Það er skemmtileg upplifun að komast í hellinn sem þennan dag skartaði dulúðlegum bláma og sérkennilegum holum eða „vösum“ í ísinn. […]

Sjónvarpsútsending frá Breiðamerkurjökli 2016

Þann 6. janúar 2016 sýndi bandaríska sjónvarpsstöðin ABC innslag í þættinum „Good Morning America“ í beinni útsendingu frá Breiðamerkurjökli. Amerískur fréttamaður, Amy Robach, ræddi loftslagsbreytingar og bráðnun jökla sem er sterkur vitnisburður þeirra. Þetta var gert sem framhald umfjöllunar af loftslagsráðstefnunni í París. Útsendingin fór fram á austanverðum Breiðamerkurjökli, inn í svonefndri Þröng við Fellsfjall. […]

Hlykkur á Esjufjallarönd ofan við Jökulsárlón

Í könnunarflugi yfir Breiðamerkurjökli, haustið 2014, sást að hraðar breytingar á jöklinum hafa valdið því að Esjufjallarönd hefur á nokkrum árum sveigst verulega til austurs upp af Jökulsárlóni (mynd 1). Esjufjallarönd er urðarrani sem liggur eftir jöklinum frá Esjufjöllum. Röndina myndar bergmulningur sem jöklarnir hafa sorfið af hlíðum Esjufjalla. Urðarraninn, þ. e. röndin, liggur á […]

Geimkanninn „New Horizons“ nálgast Plútó

Niðurtalning hafin: fyrsta heimsókn geimkanna til hins fjarlæga dvergreikistirnis Plútó. [powr-countdown-timer label=“New Horizons“] Þann 14. júlí næstkomandi þýtur geimkanninn „New Horizons“ framhjá dvergreikistjörnunni Plútó, eftir rúmlega níu ára ferðalag frá jörðu. Honum var skotið á loft þann 19. janúar 2006, frá Canaveralhöfða á Flórida. Geimkanninn verður næst Plútó kl 11:49:57 þann dag, minna en 10 […]

Landbreytingar á Breiðamerkursandi

Þann 3. júlí 1935 tók Helgi Arason (frá Fagurhólsmýri)  mynd framan við Breiðamerkurjökul, með sjónarhorn á Breiðamerkurfjall. Á þeim tíma var fjallið enn umlukið  af Breiðamerkurjökli og Fjallsjökli.  Nýverið leitaði Snævarr Guðmundsson hjá Náttúrustofu Suðausturlands uppi hvar myndin var tekin og tók aðra frá sama stað. Þá voru næstum full 80 ár liðin frá því […]

Gasmóða yfir Hornafirði?

Íbúar í Hornafirði urðu þess varir, síðdegis þann 23. september 2014, að óvenjuleg móðuský bárust inn yfir héraðið í heiðríkju. Var þetta í annað sinn á stuttum tíma sem það gerist en einnig varð vart blámóðu laugardaginn 20 september.  Slíks varð reyndar vart víða um land og á hálendinu (sjá mynd frá Eldgjá).  Í þetta […]

Jöklabreytingar á Breiðamerkurjökli

Frá lokum 19. aldar hafa miklar breytingar orðið á íslenskum jöklum og þeir hörfað og rýrnað vegna hlýnandi loftslags. Jöklarnir náðu mestu stærð á sögulegum tíma um 1890, eftir nokkurra alda kuldaskeið sem nefnt er litla ísöld. Í nýlegri M.Sc. ritgerð Snævars Guðmundssonar (2014), um Breiðamerkurjökul og Kotárjökul, kemur fram að frá ~1890 til 2010 […]

Eldgosið í Holuhrauni

Umbrotahrina í Bárðarbungu, sem hófst 16. ágúst 2014, og eldgosið í Holuhrauni hafa ekki farið fram hjá  landsmönnum. Starfsmaður Náttúrustofu Suðausturlands skoðaði gosstöðvarnar nýverið og tók meðfylgjandi myndir. Þær voru teknar frá Kverkfjöllum þann 7. september. Það var 10 dögum eftir að gos hófst (aðfaranótt 29. ágúst). Myndir voru síðan teknar á flugi þann 13. […]