Gasmóða yfir Hornafirði?

Íbúar í Hornafirði urðu þess varir, síðdegis þann 23. september 2014, að óvenjuleg móðuský bárust inn yfir héraðið í heiðríkju. Var þetta í annað sinn á stuttum tíma sem það gerist en einnig varð vart blámóðu laugardaginn 20 september.  Slíks varð reyndar vart víða um land og á hálendinu (sjá mynd frá Eldgjá).  Í þetta sinn sást móðan þokast yfir fjalllendi við rætur Vatnajökuls og breiðast smám saman yfir láglendið í nokkurri hæð. Byrgði að nokkru sýn til sólar svo rauðleitri birtu sló yfir. Myndirnar, sem voru teknar frá Nesjum, sýna móðuna eftir að hún fór að skríða inn yfir fjöllin um kl 17:00. Ekki er hægt að fullyrða afdráttarlaust hvort um sé að ræða gasmóðu frá gosstöðvunum í Holuhrauni eða óvenjuleg skýjamyndun. Þetta sýnir hins vegar að mikilvægt er að fá mælitæki hingað á staðinn til þess að skera úr um það.

Blámóða í Eldgjá 20. 9. 2014. Ljósm. Snævarr Guðmundsson.

Blámóða sást víða á landinu laugardaginn 20. september 2014. Myndin er frá Eldgjá og tekin um kl 11:00. Má sjá að þar lá móða yfir. Ljósm. Snævarr Guðmundsson.

 

Gasmóða eða óvenjuleg ský?

Óvenjulegt ský eða gasmóða yfir Fláajökli. Myndin er tekin sunnan við Borgir í Nesjum. Ljósm. Snævarr Guðmundsson, kl 17:00 23. sept 2014

Óvenjulegt ský eða gasmóða? Myndin er tekin sunnan við Borgir í Nesjum. Ljósm. Snævarr Guðmundsson, kl 17:00 23. sept 2014.

Óvenjulegt ský eða gasmóða yfir fjallendi Hornafjarðar og Mýra. Myndin er tekin sunnan við Borgir í Nesjum. Ljósm. Snævarr Guðmundsson, kl 17:00 23. sept 2014.