FÆRSLUR EFTIR Kristín Hermannsdóttir

Fundur um framtíð Breiðamerkursands

Síðustu vikur og mánuði hefur Náttúrustofa Suðausturlands, í samráði við Vatnajökulsþjóðgarð, unnið að verkefnum á suðursvæði þjóðgarðsins. Og nýlega var komið að ákveðnum kaflaskilum. Þriðjudagskvöldið 2. júlí 2019 var haldinn kynningar- og hugarflugsfundur í Mánagarði í Nesjum þar sem að vinna svæðisráðs suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs, um framtíð Breiðamerkursands og Jökulsárlóns, var kynnt. Í þessu verkefni hefur […]

Furðufiskur í grennd

Í dag kl. 14 verður opnuð sýning á vegum Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar í samstarfi við Náttúrustofu Suðausturlands í Nýheimum. Þar má sjá ýmsa furðufiska sem hafa veiðst af hornfiskum skipum og/eða í grennd við Hornafjörð. Hafa þessir fiskar verið varðveittir í safni Menningarmiðstöðvarinnar um langa hríð og er kominn tími til að koma þeim fyrir sjónir […]

Umhverfisráðherra heimsækir Náttúrustofu Suðausturlands

Miðvikudaginn 3. júlí 2019 heimsótti Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra Náttúrustofu Suðausturlands, en stofan starfar samkvæmt rekstrarsamningi milli umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, Sveitarfélagsins Hornafjarðar og Skaftárhrepps. Auk þess vinnur hún að samningsbundnum verkefnum á vegum ráðuneytisins og verkefnum sem hljóta styrki úr samkeppnissjóðum. Ánægjulegt var að fá Guðmund Inga ráðherra, Orra Pál Jóhannsson aðstoðarmann hans, Guðríði Þorvarðardóttur […]

Helsingjavarp á Suðausturlandi

Helsingja hefur fjölgað nokkuð hratt hér á suðausturhorninu á síðastliðnum árum eins og grafið hér að neðan sýnir en þar er þróun í fjölda helsingjahreiðra í Skúmey (í Jökulsárlóni) sýnd. Þessa dagana er Náttúrustofa Suðausturlands, ásamt Fuglaathugunarstöð Suðausturlands og Náttúrufræðistofnun Íslands að kortleggja varpútbreiðslu helsingjans og þiggjum við allar upplýsingar um hvar hann er að […]

Yfirlitsgrein um mófugla á Íslandi

Á dögunum birtist ritrýnd vísindagrein í alþjóðlega vísindaritinu Wader Study sem dr. Lilja Jóhannesdóttir, starfsmaður Náttúrustofu Suðausturlands, vann ásamt félögum sínum við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurlandi og við háskólana í Austur Anglíu í Bretlandi og í Aveiro í Portúgal. Greinin ber heitið “Icelandic meadow-breeding waders: status, threats and conservation challenges”, sem útleggst nokkurn veginn […]

Helsingjar og skúmar 2018

Út eru komnar tvær skýrslur á vegum Náttúrustofu Suðausturlands. Önnur skýrslan heitir „Fuglalíf í Skúmey á Jökulsárlóni á varptíma 2018“. Hún fjallar um talningar á hreiðrum og þá fyrst og fremst helsingjahreiðrum í Skúmey vorið 2018. Er það verkefni samstarfsverkefni Fuglaathugunarstöðvar Suðausturlands, Vatnajökulsþjóðgarðs/Suðursvæði og Ferðaþjónustuaðila á Jökulsárlóni. Skúmey er lítil eyja í Jökulsárlóni á Breiðamerkursandi. […]

Ársfundur Náttúrustofu Suðausturlands 2019

Ársfundur Náttúrustofu Suðausturlands ses. verður haldinn á Hótel Klaustri, Kirkjubæjarklaustri þriðjudaginn 26. mars 2019  kl. 19:30 Á eftir venjubundnum fundarstörfum verða haldin þrjú erindi á vegum Náttúrustofu Suðausturlands. Jökulvötn í Skaftárhreppi: Pálína Pálsdóttir. Myndun jökullóna við sunnanverðan Vatnajökul á 20. öld og breytingar á þeim: Snævarr Guðmundsson. Hin Skaftfellska fuglaparadís : Lilja Jóhannesdóttir. Kaffi, te […]

Föstudagshádegi í Nýheimum

Á morgun í hádeginu, föstudaginn 22. febrúar mun Dr. Lilja Jóhannesdóttir vistfræðingur hjá Náttúrustofu Suðausturlands flytja erindi í Nýheimum. Fyrlesturinn kallast “Fuglaparadísin Austur-Skaftafellssýsla” og fjallar um sérstöðu svæðisins og mikilvægi þess fyrir fugla. Inn í fyrirlesturinn fléttast umfjöllun um fuglarannsóknir Náttúrustofu Suðasturlands og hvernig þær endurspegla þessa sérstöðu. Erindið hefst kl. 12:30, en frá kl. […]

Fiðrildavöktun 2018 á Suðausturlandi

Sumarið 2018 voru þrjár fiðrildagildrur í gangi á vegum Náttúrustofu Suðausturlands í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands. Tvær gildrur í Einarslundi við Hornafjörð og ein í garðinum við Mörtungu í Skaftárhreppi. Þann 17. apríl var kveikt á gildrunum og loguðu þær til 12.  nóvember, en ljós þeirra dregur til sín fiðrildi að næturlagi.  Fyrstu fiðrildin veiddust […]