Fundur um framtíð Breiðamerkursands
Síðustu vikur og mánuði hefur Náttúrustofa Suðausturlands, í samráði við Vatnajökulsþjóðgarð, unnið að verkefnum á suðursvæði þjóðgarðsins. Og nýlega var komið að ákveðnum kaflaskilum.
Þriðjudagskvöldið 2. júlí 2019 var haldinn kynningar- og hugarflugsfundur í Mánagarði í Nesjum þar sem að vinna svæðisráðs suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs, um framtíð Breiðamerkursands og Jökulsárlóns, var kynnt. Í þessu verkefni hefur stofan unnið að kortum sem sýna núverandi landslag, byggingar og fleira á því svæði sem varð hluti af þjóðgarðinum í júli 2017. Þar fyrir utan hafa starfsmenn stofunnar verið ráðgjafar við gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir svæðið, og mun sú vinna halda áfram næstu mánuði.