FÆRSLUR EFTIR Kristín Hermannsdóttir

Styrkur frá Vinum Vatnajökuls

Í síðustu viku tók Náttúrustofa Suðausturlands við styrk í verkefni sem stofan mun vinna að á nýju ári. Styrkurinn er í verkefni sem kallast „Náttúrustígur – jarðfærði svæðisins kynnt“. Í lýsingu á verkefninu segir: Náttúrustofa Suðausturlands hefur með velvilja Sveitarfélagsins Hornafjarðar og í samstarfi við Grunnskóla Hornafjarðar hafið gerð fróðleiksstígs, allt frá himingeimnum (sólkerfinu) til […]

Dagur íslenskrar náttúru 16. september 2014

Á degi íslenskrar náttúru 16. september 2014 stendur Náttúrustofa Suðausturlands fyrir gönguferð með leiðsögn. Farið verður kl 17 frá „sólinni“ á Óslandshæð og gengið að Leiðarhöfða. Leiðsögnin felst fyrst og fremst í því að sagt verður frá líkani af sólkerfinu sem sett hefur verið upp við göngustíginn. Allir velkomnir og beðnir um að koma klæddir […]

Hreindýraveiðar 2014

Þann 1. ágúst 2014 byrjuðu veiðar á hreindýrakúm en veiðar á törfum hafa staðið yfir frá 15. júlí.  Tvö veiðisvæði eru í A-Skaftafellssýslu, annars vegar Nes og Lón (svæði 8) og hins vegar Mýrar og Suðursveit (svæði 9).  Veiðitímabil tarfa stendur yfir til 15. september en veiðitímabil kúa til 20. september.  Náttúrustofa Austurlands sér um talningar […]

Líkan af sólkerfinu sett upp við göngustíg á Höfn í Hornafirði

Í dag var lokið við að setja upp líkan af sólkerfinu við göngustíg sem liggur vestan byggðar á Höfn.  Líkanið er kvarðað niður meira en 2,1 milljarðfalt en er í réttum stærðar- og fjarlægðahlutföllum. Sólin er staðsett á Óslandshæð en reikistjörnurnar dreifast meðfram stígnum allt að golfvellinum við Silfurnes. Reikistjörnurnar eru mótaðar sem kúlur á […]

Veðurfar á Höfn – hálfsárs uppgjör

Þegar rýnt er í veðurtölur fyrir Höfn frá áramótum og til júníloka árið 2014, má sjá að þar hefur verið mun hlýrra en meðalárið og einnig mun úrkomumeira. Stærsta frávikið í hitatölum má sjá í janúar (4,0°C), en minsta í mai (0,9°C).  Mesta frávikið í úrkomutölum má sjá í  í janúar þegar úrkoman var um […]

Merking á kríuungum í Óslandi

Síðdegis þann 3. júlí tók starfsmaður Náttúrustofu Suðausturlands þátt í merkingum á kríuungum í Óslandi. Brynjúlfur Brynjólfsson hjá Fuglaathugunarstöð Suðausturlands sá um að merkja þá unga sem fundust en nokkur ungmenni aðstoðu einnig við að finna ungana í háu og blautu grasinu. Þann  dag voru merktar 161 kríur af Fuglaathugunarstöð Suðausturlands og þar af voru […]

Náttúrustígur – líkan af sólkerfinu

Við göngustíg sem liggur vestanmegin við byggðina á Höfn í Hornafirði er verið að koma upp líkani af sólkerfinu, en ætlunin í framtíðinni er að koma þar fyrir upplýsingum um náttúruna í víðu samhengi. Frá stígnum er frábært útsýni til jökla og suðausturhluta Vatnajökulsþjóðgarðs. Fyrsta skrefið í gerð Náttúrustígs er að koma fyrir líkani að […]

Málþing um loftslagsbreytingar – upptökur af fyrirlestrum

Þann 3. júní síðastliðinn var haldið málþing í Nýheimum á Hornafirði um loftslagsbreytingar og aðgerðir heima fyrir.  Var það haldið á vegum Sveitarfélagsins Hornafjarðar, Landverndar, Evrópustofu og Alþjóðamálastofnunar HÍ. Málþingið var vel sótt og fyrirlestrarnir áhugaverðir. Flestir fyrirlestrana voru teknir upp og viljum við benda áhugasömum á að hægt er að nálgast þá á veraldarvefnum. […]

Fyrirlestur og umræður um hreindýr

Náttúrustofa Suðausturlands og Náttúrustofa Austurlands standa fyrir fyrirlestri um hreindýrastofninn og stöðu hans á Suðausturlandi.  Fyrirlesturinn heldur Skarphéðinn G. Þórisson sérfræðingur á Náttúrustofu Austurlands og verður hann haldinn í Nýheimum sunnudaginn 18.mai kl. 20:00.  Allir sem áhuga hafa á þessum málefnum eru hvattir til að koma.