FÆRSLUR EFTIR Kristín Hermannsdóttir

Alþjóðleg jöklaráðstefna á Hornafirði 21.-26. júní 2015

Þessa vikuna sitja tæplega 120 jöklafræðingar ráðstefnu Alþjóðlega jöklafræðifélagsins (International glaciological society) hér á Hornafirði. Áhersluefnið eru vatna- og eðlisfræði jökla í víðu samhengi. Í jöklum er bundið mikið magn vatns og er ör leysing þeirra vegna loftslagsbreytinga talsvert áhyggjuefni, m. a. vegna þeirra afleiðinga sem munu fylgja. Margar þjóðir nýta það ferskvatn sem jöklarnir […]

Hreindýrskálfur í Lóni

Þó komið sé fram á sumar eru hreindýr enn á ferli á láglendinu á Suðausturlandi. Yfirleitt fara geldar hreindýrskýr, tarfar og ung dýr í sumarhaga á hálendinu frá lokum maí, en kelfdar kýr leita yfirleitt inn til dala eða fjalla til að bera. Tarfarnir geta þó haldið sig á láglendi sumarlangt allt fram að fengitíma. […]

Ársfundur Náttúrustofu Suðausturlands 2015

Ársfundur Náttúrustofu Suðausturlands ses. verður haldinn miðvikudaginn 29. apríl n.k. kl. 20:00. Fundurinn er í haldinn í Skaftárstofu á Kirkjubæjarklaustri og er öllum opinn. Á undan venjulegum fundarstörfum verða haldin þrjú erindi á vegum náttúrustofu, um jökla, náttúrustíg og stjörnur. Ársfundardagskrá: 1. Formaður setur fundinn 2. Kosning fundarstjóra og fundarritara 3. Skýrsla stjórnar 4. Afgreiðsla […]

Náttúrustofuþing á Höfn – 8. april 2015 kl. 10:00 – 16:30

Náttúrustofuþing Samtaka Náttúrustofa (SNS) verður haldið á Höfn í Hornafirði miðvikudaginn 8. apríl 2015.  Gestgjafar þingsins að þessu sinni eru Náttúrustofa Suðausturlands í samvinnu við Samtök Náttúrustofa, Rannsóknasetur H.Í. á Hornafirði og Nýheima Þekkingarsetur. Þema þingsins er fuglar, með sérstaka áherslu á samstarf áhuga- og fræðimanna sem sinna athugunum og rannsóknum á fuglum á Íslandi. […]

Sólmyrkvinn 20. mars 2015

Sólmyrkvi verður sjáanlegur frá Íslandi, að morgni þann 20. mars 2015. Á þeim tíma á sér stað almyrkvi í hafinu austan Íslands, og sem verður sjáanlegur m.a. frá Færeyjum og Svalbarða. Eins og heitið gefur til kynna hylur tunglið sólina alla í almyrkva. Skugginn er hins vegar afmarkaður og utan hans sjá athugendur svonefndan deildarmyrkva. […]

Líffræðingur – sumarstarf

Náttúrustofa Suðausturlands auglýsir sumarstarf á komandi sumri fyrir líffræðing, í M.Sc námi eða þriðja árs nema. Starfið felst í rannsóknum og úttekt á lífríki Skarðsfjarðar, sem er austan við Höfn í Hornafirði. Gagnasöfnun, úrvinnsla gagna og skýrslugerð, auk þátttöku í öðrum verkefnum Náttúrustofunnar. Starfshlutfallið er 100%, eða eftir samkomulagi. Starfsaðstaða er á Höfn í Hornafirði. […]

„Sólin sprungin og jörðin horfin!“

Síðastliðið sumar var sett upp líkan af sólkerfinu á Höfn á vegum Náttúrustofu Suðausturlands. Það er við göngustíg sem liggur frá Óslandshæð að golfvelli. Sólin er staðsett í Óslandinu, en reikistjörnurnar raða sér svo í réttum hlutföllum hvað varðar stærð og fjarlægð, hér og þar við göngustíginn. „Sólin“ sem sett var upp síðasta sumar var […]

Fiðrildavöktun 2014 í Einarslundi

Sumarið 2014 var sett upp fiðrildagildra í Einarslundi við Hornafjörð. Þessi gildra var áður á Kvískerjum og fangaði fiðrildi þar undanfarna áratugi. Þann 16. april var kveikt á gildrunni og var það Hálfdán Björnsson frá Kvískerjum sem gerði það. Fyrstu fiðrildin komu í gildruna um miðjan mai en flest fiðrildi voru í henni við vitjun […]