FÆRSLUR EFTIR Snævarr Guðmundsson

Hressir krakkar í tunglskoðun hjá Náttúrustofu Suðausturlands

Að morgni 31. janúar fengum við hressa krakka úr sjötta bekk grunnskóla Hornafjarðar í heimsókn. Tilefnið var samstaða tunglsins með reikistjörnunum Venus og Júpíter. Í ljósaskiptunum þann morguninn voru þessir hnettir reyndar afar lágt á lofti og sáust því í mikilli tíbrá. Þó mátti greina stóra gíga í yfirborði tunglsins. Aðstæður voru þó allt annað […]

Hörfandi jöklar

Út er komin skýrslan; Hörfandi jöklar – Tillögur að gönguleiðum við sunnanverðan Vatnajökul. Eins og heitið bendir til eru í henni kynntar gönguleiðir, þaðan sem hægt er að fá glögga sýn á þær breytingar sem orðið á jöklum á síðustu áratugum. Hörfandi jöklar er samvinnuverkefni umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og Vatnajökulsþjóðgarðs. Aðrir samstarfsaðilar eru Veðurstofa Íslands, […]

Ársfundur Náttúrustofu Suðausturlands 2018

Ársfundur Náttúrustofu Suðausturlands ses. verður haldinn í Nýheimum, Hornafirði þriðjudaginn 20. mars 2017  kl. 17:15. Á eftir venjubundnum fundarstörfum verða haldin þrjú erindi á vegum Náttúrustofu Suðausturlands. Skúmey í Jökulsárlóni – landmótun og lífríki: Kristín Hermannsdóttir kynnir verkefnið og frumsýnd verður kvikmynd um verkefnið. Jöklamyndir fyrr og nú: Snævarr Guðmundsson. Stjörnusjónauki, fornlurkar og Hoffellsjökull: Stutt […]

Náttúrusýn

Þann 15. febrúar var opnuð ljósmyndasýning eftir Snaevarr Gudmundsson í Svavarssafni á Höfn í Hornafirði. Á sýningunni, sem ber heitið Náttúrusýn, eru kynntar ljósmyndir af nokkrum geimþokum, ljósmynduðum frá Íslandi. Þetta er fyrsta einkasýning höfundar en Snævarr hlaut menningarstyrk úr Uppbyggingarsjóði til uppsetningar hennar. Myndatökur af daufum geimþokum, torséðum eða ósýnilegum í sjónskoðun eru með […]

Stjörnumælingar 2016 til 2017

Út er komin skýrsla á vegum Náttúrustofu Suðausturlands, sem greinir frá ljósmælingum á völdum myrkvatvístirnum og fjarreikistjörnum, sem flestar voru gerðar frá Hornafirði árin 2016 til 2017. Myrkvatvístirni eru tvær [sól]stjörnur bundnar sameiginlegri þungamiðju. Frá jörðu séð aðgreinast þær ekki í sjónaukum og  sést aðeins „stök” stjarna. Breytingar á birtustyrk leiða hins vegar í ljós raunverulegt […]

Merkur fundur í vettvangsferð á Breiðamerkursandi. Mikilvægt innlegg í skráningu jöklabreytinga.

Í vettvangsferð um Breiðamerkursand, fimmtudaginn 3. ágúst 2017,  vísaði Fjölnir Torfason, Þórbergssetri, samferðafólki á athyglisvert grettistak. Aðrir í ferðinni voru Helga Árnadóttir, aðstoðarþjóðgarðsvörður á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs, Rósa Björk Halldórsdóttir, yfirlandvörður við Jökulsárlón og Snævarr Guðmundsson, jöklafræðingur hjá Náttúrustofu Suðausturlands. Steininn hafði Þorsteinn Guðmundsson frá Reynivöllum, notað sem viðmið í jöklamælingum fyrir miðja síðustu öld. Á […]

Jörðin Fell orðinn hluti Vatnajökulsþjóðgarðs.

Þann 25. júlí síðastliðinn ritaði Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindamálaráðherra, undir friðlýsingu jarðarinnar Fells og nærliggjandi þjóðlenda á Breiðamerkursandi, þ. á m. Jökulsárlóns. Í friðlýsingunni felst að þetta land (alls 189 ferkm) verður hluti Vatnajökulsþjóðgarðs. Ríkið keypti jörðina í byrjun janúar 2017 og við þessa viðbót er þjóðgarðurinn orðinn 14.141 ferkm. Þessi stækkun bætir í […]

Sjónarspil á himni

Árið 2017 byrjar með fallegu sjónarspili á himni, séð héðan frá Hornafirði. Að kvöldi 2. janúar mynduðu reikistjörnurnar Mars og Venus svonefnda samstöðu með tunglinu. Samstaða er þegar reikistjörnur og tunglið eru nærri hvor annarri, séð frá jörðu. Það er fremur algeng sýn og svipað mun gerast þann 31. janúar næstkomandi. Þá verða sömu reikistjörnur […]

Merkúríus fyrir sól 9. maí 2016

Þann 9. maí næstkomandi mun heldur óalgengur atburður eiga sig stað, þegar reikistjarnan Merkúríus, gengur fyrir sól séð frá jörðu. Slíkur atburður er nefndur þverganga. Samkvæmt almanaki Háskóla Íslands gerðist slíkt fjórtán sinnum á síðustu öld og svo mun einnig verða á 21. öldinni. Vegna þess hve Merkúríus er lítill í samanburði við sólina er […]

Áningarstaðir og örugg vegútskot á Suðausturlandi með áherslu á náttúrufar og myndrænt svipmót.

Út er komin skýrsla á vegum Náttúrustofu Suðausturlands um áningarstaði og örugg vegútskot á Suðausturlandi með áherslu á náttúrufar og myndrænt svipmót. Verkefnið var styrkt af Vegagerðinni, en samstarfsaðilar voru verkfræðistofan Mannvit, lögreglan á Hornafirði, Vatnajökulsþjóðgarður, Háskólasetrið á Hornafirði og Einar Björn Einarsson. Vegagerðin hefur um árabil útbúið áningarstaði við hringveginn sem eru ætlaðir vegfarendum […]