FÆRSLUR EFTIR Kristín Hermannsdóttir

Ástandsmat á beitarlandi á Kvískerjum í Öræfum 2018

Út er komin skýrsla á vegum Náttúrustofu Suðausturlands um ástandsmat á beitarlandi á Kvískerjum í Öræfum 2018. Verkefnið var styrkt af Atvinnu- og rannsóknarsjóði Sveitarfélagins Hornafjarðar 2018 og samstarfsaðilar voru landeigendur á Kvískerjum. Var skýrslan unnin veturinn 2018-2019 og vorið 2020. Helstu niðurstöður ástandsmatsins á Kvískerjum árið 2018 sýna að ástand gróðurs er sæmilegt. Á […]

Ársskýrsla Náttúrustofu Suðausturlands 2019

Ársskýrsla Náttúrustofu Suðausturlands fyrir árið 2019 er komin á netið.  Hægt er að nálgast skýrsluna hér og myndrænni framsetningu má sjá hér. Ársfundur stofunnar var haldinn í Nýheimum á Höfn að kvöldi 17. mars og í ljósi samkomubanns var ákveðið að streyma fundinum einnig inn á Facebook stofunnar. Þar má nú sjá ársfundinn og erindin […]

Breytingar á fyrirhuguðum fundum vegna Covid-19

Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta fyrirhuguðum vinnufundum um Núpsstaðaskóga og Skarðsfjörð sem áttu að fara fram 23. og 24. mars. Ekki er talið forsvaranlegt að kalla fólk saman til skrafs og ráðagerða á þeim tímum sem varað er við samkomum og samvistum með mikilli nálægð. Fundirnir verða auglýstir á ný, um leið og […]

Ársfundur Náttúrustofu Suðausturlands 2020

Ársfundur Náttúrustofu Suðausturlands ses. verður haldinn í Nýheimum á Höfn þriðjudaginn 17. mars 2020  kl. 20:00 Að loknum venjubundnum fundarstörfum halda starfsmenn stofunnar tvö erindi úr starfinu. Jaðarlón við sunnaverðan Vatnajökul: Snævarr Guðmundsson. Staða skúmsins á Suðausturlandi: Lilja Jóhannesdóttir. Kaffi, te og veitingar í hléi. Allir velkomnir og hvattir til að mæta, en einnig er […]

Náttúruvernd og efling byggðar – vinnustofur um Núpsstaðarskóga og Skarðsfjörð

Náttúrustofa Suðausturlands boðar til vinnustofa um framtíð Skarðsfjarðar og Núpsstaðarskóga, en svæðin eru á B-hluta Náttúruminjaskrár sem þýðir að skoða eiga mögulega friðlýsingu þeirra á næstu 5 árum. Vinnan er hluti verkefnisins Náttúruvernd og efling byggða sem er liður í byggðaáætlun stjórnvalda sem standa fyrir sérstöku átaki í friðlýsingum. Á fundunum verða skoðaðar ólíkar sviðsmyndir […]

Steinagarður við Náttúrustíg á Hornafirði

Við Náttúrustíginn, þ.e. göngustíginn sem liggur frá Óslandshæð og inn að golfvelli, á Höfn í Hornafirði, hefur verið settur upp „steinagarður“. Steinarnir eru staðsettir á túninu vestan við Nýheima. Steinagarður er e.k. kynningarreitur fyrir jarðfræði svæðisins, og þar eru kynntar nokkrar bergtegundir Suðausturlands með hressilega stórum grjóthnullungum og grettistökum. Steinarnir koma frá völdum stöðum í […]

Stiklað á stóru í starfi Náttúrustofu Suðausturlands árið 2019

Á Suðausturlandi er náttúran einstök, jafnvel á heimsvísu. Óvíða er jafn gott aðgengi að jöklum, hér er auðugt fuglalíf árið um kring og nokkrar dýrategundir eru nánast eingöngu bundnar við þennan landshluta. Það eru til dæmis tröllasmiður, helsingi (í varpi) og hreindýr, sem reyndar dreifast um austanvert landið. Jarðfræðin hér er einkar fjölbreytt, enda landið […]

Ráðstefna í Hornafirði um aðlögun að loftslagsbreytingum – CLIMATE

Þann 22. nóvember var haldin lokaráðstefna CLIMATE, verkefnis sem Náttúrustofa Suðausturlands hefur tekið þátt í undanfarin ár sem leitast við að finna lausnir til að takast á við áhrif loftslagsbreytinga á norðurslóðum. CLIMATE leiðir saman ólíka hagsmunaaðila frá átta Evrópulöndum með að sjónarmiði að vinna lausnir fyrir mismunandi svæði. Þátttakendur verkefnisins eru fræðimenn, starfsmenn stofnana […]

Jökulvötn í Skaftárhreppi

Út er komin skýrsla á vegum Náttúrustofu Suðausturlands um Jökulvötn í Skaftárhreppi.  Er hún afrakstur samnings sem gerður var milli Náttúrustofu Suðausturlands og umhverfis- og auðlindaráðuneytis, en einn liður í þeim samningi var að gera skipulega samantekt (skýrslu) á fyrirliggjandi gögnum um jökulvötn í Skaftárhreppi og áhrif þeirra. Höfundar skýrslunnar eru Pálína Pálsdóttir og Rannveig […]