FÆRSLUR EFTIR Kristín Hermannsdóttir

Nýsköpunarverkefni á vegum Náttúrustofu Suðausturlands fékk 8.5 milljóna styrk

Fyrir nokkru úthlutaði Loftslagssjóður styrkjum í verkefni ársins 2021 en hlutverk sjóðsins er að styðja við verkefni sem lúta nýsköpun á sviði loftslagsmála og kynningu og fræðslu um áhrif loftslagsbreytinga. Þetta er í annað sinn sem úthlutað er úr sjóðnum, en hann heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðherra. Nýtt verkefni Eitt þeirra nýsköpunarverkefna sem fékk styrk […]

Ársskýrsla Náttúrustofu Suðausturlands 2020 og upptökur frá ársfundi

Ársskýrsla Náttúrustofu Suðausturlands fyrir árið 2020 er komin á netið.  Hægt er að nálgast skýrsluna hér. Ársfundur stofunnar var haldinn með rafrænum hætti að kvöldi 21. apríl og voru erindi sem þar voru flutt tekin upp. Hér er hægt að sjá erindin þrjú sem voru flutt að loknum venjubundnum fundi og einnig upptöku af ársfundinum. […]

Fiðrildavöktun 2020

Náttúrustofan rekur fjórar fiðrildagildur, ein er staðsett á Mýrum í Álftaveri, önnur í Mörtungu á Síðu en tvær eru í Einarslundi við Hornafjörð. Gildrurnar eru settar upp um miðjan apríl og teknar niður í byrjun nóvember ár hvert en tæmdar vikulega. Nú er greiningum lokið á afla síðasta árs (2020). Helstu niðurstöður ársins má sjá […]

Náttúruvernd og efling byggða: Skarðsfjörður og Núpsstaðarskógar.

Náttúrustofa Suðausturlands lauk nú í desember við verkefni sem unnið hefur verið að frá haustinu 2019. Verkefnið snerist um framtíð Skarðsfjarðar og Núpsstaðarskóga. Það var unnið að frumkvæði umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og er hluti af stefnu ríkisstjórnarinnar um sérstakt átak í friðlýsingum en verkefnið er einnig hluti aðgerða byggðaáætlunar (hluti C-9). Óskað var eftir greiningu […]

Vöktun náttúruverndarsvæða

Náttúrustofa Suðausturlands tekur þátt í stóru samstarfsverkefni Náttúrufræðistofnunar Íslands (NÍ), náttúrustofa á landinu, Umhverfisstofnunar og þjóðgarða um vöktun náttúrufars á ákveðnum ferðamannastöðum. Verkefnið er unnið af frumkvæði umhverfis- og auðlindaráðuneytisins en NÍ heldur utanum verkefnið og er ábyrgðaraðili þess. Markmiðið er að vakta friðlýst svæði og aðra viðkvæma staði sem eru fjölsóttir og undir miklu […]

Náttúruvernd og efling byggðar – vinnustofur um Skarðsfjörð og Núpsstaðarskóga – Netfundir

Náttúrustofa Suðausturlands boðar til vinnustofa um framtíð Skarðsfjarðar og Núpsstaðarskóga, en svæðin eru tilnefnd til að fara á B-hluta Náttúruminjaskrár sem þýðir að skoða eigi mögulega friðlýsingu þeirra á næstu 5 árum. Vinnan er hluti verkefnisins Náttúruvernd og efling byggða sem er liður í byggðaáætlun stjórnvalda sem standa fyrir sérstöku átaki í friðlýsingum. Á fundunum verða skoðaðar […]

Bændur græða landið sumarið 2020

Verkefninu bændur græða landið sumarið 2020 er lokið á Suðausturlandi, en það er samvinnuverkefni Landgræðslunnar og bænda um uppgræðslu heimalanda. Tilgangur þess er að styrkja bændur til landgræðslu á jörðum sínum, stöðva rof, þekja land gróðri og gera það nothæft á ný til landbúnaðar eða annarra nota. Starfsmaður á vegum Náttúrustofu Suðausturlands, Pálína Pálsdóttir, sem […]

Helsingjamerkingar 2020 – staðsetningarbúnaður settur á helsingja í fyrsta sinn

Dagana 13.-15. júlí tók Náttúrustofa Suðausturlands þátt í helsingjamerkingum í Vestur- og Austur-Skaftafellssýslum, en verkefninu er stýrt af Arnóri Þóri Sigfússyni dýravistfræðingi hjá Verkís. Þetta var fjórða sumarið í röð þar sem helsingjar eru merktir á Breiðamerkursandi en í ár voru í fyrsta skipti settir sendar á nokkra fugla sem gerir kleift að fylgjast nákvæmlega […]