FÆRSLUR EFTIR Kristín Hermannsdóttir

Ársfundur Náttúrustofu Suðausturlands

Stjórn Náttúrustofu Suðausturlands ses. hefur ákveðið að halda ársfund stofunnar fimmtudaginn 10. apríl n.k. kl. 18:00. Fundurinn er í haldinn í Nýheimum, Litlubrú 2, Hornafirði. Dagskrá: 1.      Formaður setur fundinn 2.      Kosning fundarstjóra og fundarritara 3.      Skýrsla stjórnar 4.      Afgreiðsla reikninga 5.      Rekstrar- og starfsáætlun / skýrsla forstöðumanns 6.      Önnur mál Á fundinum verður boðið […]

Stjörnuskoðun í kvöld – aflýst vegna skýja

Fyrirhugaðri stjörnuskoðun á vegum Náttúrustofu Suðasturlands, sem fara átti fram frá nýbyggðri stjörnuathugunarstöð í kvöld 1.april kl. 20:30-22:00, er aflýst vegna skýja.   Þetta er viðburður í tengslum við Leyndardóma Suðurlands og verður reynt á ný á fimmtudaginn 3.april. Áhugasamir geta fylgst með hér á vefnum eða á facebook síðu Náttúrustofu Suðausturlands.

Stjörnustöð – heimsóknir á opið hús – póstlisti

Miðvikudaginn 19. febrúar 2014 hélt Náttúrustofa Suðausturlands „opið hús“ í nýju stjörnustöðinni sem sett var upp nærri Fjárhúsavík nú í vetur. Þar gafst bæjarbúum tækifæri til þess að skoða aðstöðuna og sjálft húsið sem er mikil völundarsmíð, með snúanlegu og opnanlegu þaki. Ekki var hægt að skoða stjörnur þetta kvöld því himinn var þungskýjaður. Gestir […]

Opið hús í stjörnustöð

Byggður hefur verið stjörnuathugunarturn nærri Fjárhúsavík (leiðin út á Ægisíðu) og settur upp stjörnusjónauki. Hann á að nota til ljósmælinga en einnig í stjörnuskoðun. Áhugasömum er boðið í heimsókn til að skoða aðstöðuna miðvikudaginn 19. febrúar á milli kl 18:00 og 20:00 (þó enn sé óvisst hvort himinn verði stjörnubjartur). Einnig er stefnt á að […]

Veðrið á Höfn í nýliðnum janúar

Nýliðin janúar var óvenju hlýr og úrkomusamur.  Sökum þess hafa ræktuð tún í Hornafirði grænkað líkt og komið sé vor, ólíkt fréttum af kalskemmdum víða annars staðar á landinu. Sú spurning vaknar hvort hita- og úrkomumet voru slegin í janúarmánuði 2014 á Höfn? Veðurathuganir hafa verið gerðar á Höfn frá 2007, en áður voru mælingar […]

Styrkir frá Vinum Vatnajökuls

Í gær tók Náttúrustofa Suðausturlands við tveimur styrkjum í verkefni sem stofan mun m.a. vinna að á nýju ári. Annar styrkurinn er í verkefni sem kallast „Náttúrustígur“. Í lýsingu á verkefninu segir: Á göngustíg sem liggur vestanmegin við byggðina á Höfn í Hornafirði er ætlunin að koma fyrir upplýsingum um náttúruna í víðu samhengi. Frá […]

Óvissuferð

Föstudaginn 1. nóvember var haldin ráðstefna á Hótel Höfn á vegum Ríkis Vatnajökuls sem nefnd var „Tilvist og tækifæri“. Þegar ráðstefnunni lauk tók við óvissuferð sem var í samvinnu við Náttúrustofu Suðausturlands. Ferðin hófst í Óslandi þar sem kynnt var hugmynd að sólkerfislíkani sem Náttúrustofa  Suðausturlands hyggst koma upp. Í því er gert ráð fyrir […]

Myrkurgæði – greinargerð

Út er komin greinargerð hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu um myrkurgæði og tillögur um hvernig sporna megi við ljósmengun á Íslandi, bæði í þéttbýli og dreifbýli.  Starfsmaður Náttúrustofu Suðausturlands, Snævarr Guðmundsson vann ásamt fleirum í starfshópi að þessari greinargerð, en starfshópurinn hefur starfað síðan í mars 2012 og var Mörður Árnason formaður hans. Í tilefni af […]

Vefur Náttúrustofu Suðausturlands

Vefur Náttúrustofu Suðausturlands hefur formlega verið settur í loftið. Hann var hannaður af Daníel Imsland  (dimms.is) sem einnig hannaði fyrirtækismerkið – logóið. Á vefinn er fyrirhugað að setja inn fréttir, upplýsingar um verkefni, myndir og viðburði, en einnig er hægt að hafa samband við starfsmenn Náttúrustofu í gegnum fyrirspurnir.