Blautir Botnar í blómaskrúð
Síðastliðinn föstudag, 21. júní, stóð náttúrustofan fyrir fræðslugöngu um Botna í meðallandi. Gangan var skipulögð í samstarfi við landeigendur, Vatnajökulsþjóðgarð og Ungmennafélagið ÁS í tilefni Dags hinna villtu blóma. Gengið var frá Botnabænum að Háuklettum, framhjá Trjágróf og að lokum var boðið upp á kaffi í glæsilegum garðskála.