FÆRSLUR EFTIR Álfur Birkir Bjarnason

Blautir Botnar í blómaskrúð

Síðastliðinn föstudag, 21. júní, stóð náttúrustofan fyrir fræðslugöngu um Botna í meðallandi. Gangan var skipulögð í samstarfi við landeigendur, Vatnajökulsþjóðgarð og Ungmennafélagið ÁS í tilefni Dags hinna villtu blóma. Gengið var frá Botnabænum að Háuklettum, framhjá Trjágróf og að lokum var boðið upp á kaffi í glæsilegum garðskála.

Orkurannsóknasjóður styrkir rannsóknir á klettafrú

Náttúrustofa Suðausturlands hefur hlotið 1,5 milljón króna styrk frá Orkurannsóknasjóði Landsvirkjunar til rannsókna á lífsferli klettafrúar í Skaftárhreppi og Sveitarfélaginu Hornafirði. Verkefninu er stýrt af Álfi Birkir Bjarnasyni, starfsmanni náttúrustofunnar, og miðar að því að afla þekkingar á lykilþáttum lífsferils klettafrúar á Íslandi.

Grógos – verkefni lokið

Á vormánuðum 2023 gáfu Náttúrustofa Suðausturlands og Landgræðslan út lokaskýrslu verkefnisins Grógos – Mat á áfallaþoli vistkerfa á áhrifasvæði Skaftárhlaupa gagnvart ákomu sets og fokefna. Markmið verkefnisins var að kortleggja áhrif Skaftárhlaupa á gróður við farveg Skaftár sunnan Skaftárdals og með því greina tegundir og búsvæði sem best þola álagið. Slík þekking gerir okkur fært að beita náttúrulegum lausnum til að bregðast við þeim vanda sem Skaftárhlaupin valda.

Dagur íslenskrar náttúru 2023

Nú síðsumars tekur lífríki Íslands nokkrum breytingum. Farfuglar eru farnir að hugsa sér til hreyfings. Helsinginn sem Náttúrustofan hefur fylgst með í sumar undirbýr flug sitt til Bretlandseyja og skúmurinn heldur á haf út þar sem hann dvelur á veturnar. Í dag er dagur íslenskrar náttúru. Hann er haldinn ár hvert þann 16. september til heiðurs Ómari Ragnarssyni, afmælisbarni. Dagurinn er tileinkaður Ómari fyrir framlag hans til náttúruverndar og fræðslu um náttúru Íslands. Dagur íslenskrar náttúru fellur því alltaf síðsumars þegar vetrarundirbúningur er hafinn í náttúru Íslands. Það er því ekki úr vegi að nýta tækifærið og velta aðeins fyrir sér hvernig lífverur bregðast við breyttu tíðarfari.

Bændur græða landið sumarið 2023

Eins og fyrri ár sinnti Náttúrustofa Suðausturlands nú í sumar úttektum á uppgræðslum í verkefninu Bændur græða landið fyrir Landgræðsluna. Markmið verkefnisins, sem hófst árið 1990, er að styrkja landeigendur til landgræðslu á heimalöndum sínum. Þannig eru þau sem best þekkja til og mestan hag hafa hvött til að stöðva rof, þekja landið gróðri og […]

Vöktun náttúruverndarsvæða sumarið 2023

Starfsmenn Náttúrustofu Suðausturlands hafa vaktað náttúruverndarsvæði með ýmsu móti í sumar. Vöktun náttúruverndarsvæða er samstarfsverkefni Náttúrufræðistofnunar Íslands, náttúrustofa landsins, Umhverfisstofnunar og þjóðgarða. Verkefnið gengur út á að vakta náttúru til lengri tíma og þær breytingar sem hún verður fyrir. Áhersla er lögð á að greina áhrif ferðamanna á náttúruverndarsvæðum og að rannsaka náttúrulegan fjölbreytileika. Sú […]