FÆRSLUR EFTIR Kristín Hermannsdóttir

Ársskýrsla Náttúrustofu Suðausturlands 2021

Ársskýrsla Náttúrustofu Suðausturlands fyrir árið 2021 er komin á netið.  Hægt er að nálgast skýrsluna hér. Ársfundur stofunnar var haldinn 24. mars og var honum streymt á fésbók stofunnar. Fyrir þá sem vilja skoða fundinn má sjá hann hér – en sjálfur fundurinn byrjar þegar 10 mínútur eru liðnar af streyminu.  

Nýr forstöðumaður Náttúrustofu Suðausturlands

Stjórn Náttúrustofu Suðausturlands hefur ráðið Lilju Jóhannesdóttur í starf forstöðumanns Náttúrustofu Suðausturlands frá og með 1. apríl n.k. Lilja er með doktorspróf í líffræði frá Háskóla Íslands og með M.Sc. og B.Sc. gráðu í náttúru- og umhverfisfræði frá Landbúnaðarháskóla Íslands. Hún hefur starfað hjá stofunni s.l. 4 ár, en var áður hjá Rannsóknasetri Háskóla Íslands […]

Opnun jöklavefsjár

Náttúrustofan tók þátt í að útbúa nýja og glæsilega jöklavefsjá en sunnudaginn 20. mars verður hún kynnt í stjörnuveri Perlunnar í Reykjavík og hvetjum við áhugasama að kíkja við. Helgi Björnsson og Oddur Sigurðsson jöklafræðingar munu opna vefsjána en auk þeirra munu sérfræðingar Veðurstofu Íslands, Jarðvísindastofnunar Háskólans og Landsvirkjunar fjalla um jöklamælingar, sýna ljósmyndir af […]

Fiðrildavöktun 2021 á Suðausturlandi

Náttúrustofan rekur fjórar fiðrildagildur í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands og Fuglaathugunarstöð Suðausturlands. Gildurnar eru á Mýrum í Álftaveri, í Mörtungu á Síðu og tvær í Einarslundi við Hornafjörð. Þær eru settar upp um miðjan apríl og teknar niður í byrjun nóvember ár hvert en tæmdar vikulega. Í gildrurnar við Einarslund komu þetta árið 2.447 fiðrildi […]

Þolmarkarannsókn á Breiðamerkursandi

Náttúrustofa Suðausturlands og Nýheimar Þekkingarsetur vinna nú að rannsókn á þolmörkum við Jökulsárlón og á Breiðamerkursandi. Er þetta samstarfsverkefni unnið fyrir Vatnajökulsþjóðgarð með aðkomu Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Hornafirði, annarra fagstofnana og sérfræðinga Vatnajökulsþjóðgarðs. Verkefnið hófst í ágúst 2021 og hefur verið unnið að gagnaöflum og samráði við sérfræðinga. Áætluð verklok eru lok árs 2022 […]

Jólakveðja 2021 frá Náttúrustofu Suðausturlands

Verkefni í þágu náttúrunnar 2021 Náttúrustofa Suðausturlands er nú á níunda starfsári sínu og heldur áfram að eflast og stækka. Starfsmenn hafa aldrei verið fleiri en mest voru tíu manns við stofuna í sumar og eðli málsins samkvæmt var því talsverð fjölbreytni í verkefnum ársins. Nokkur fjöldi verkefna stofunnar eru langtímaverkefni og byggja á viðvarandi […]

Helsingjamerkingar 2021 – gæs og gassi nefnd í höfuð Kvískerjasystkina

Um miðjan júli tók Náttúrustofa Suðausturlands þátt í helsingjamerkingum í Vestur- og Austur-Skaftafellssýslum, en verkefninu er sem áður stýrt af Arnóri Þóri Sigfússyni dýravistfræðingi hjá Verkís. Þetta er fimmta árið í röð sem helsingjar eru merktir á starfsvæði stofunnar og líkt og síðasta ár voru sett staðsetningatæki á nokkra fugla. Það gerir rannsakendum kleift að […]