Fiðrildavöktun 2021 á Suðausturlandi
Náttúrustofan rekur fjórar fiðrildagildur í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands og Fuglaathugunarstöð Suðausturlands. Gildurnar eru á Mýrum í Álftaveri, í Mörtungu á Síðu og tvær í Einarslundi við Hornafjörð. Þær eru settar upp um miðjan apríl og teknar niður í byrjun nóvember ár hvert en tæmdar vikulega. Í gildrurnar við Einarslund komu þetta árið 2.447 fiðrildi og 475 vorflugur í aðra gildruna og 2.945 fiðrildi og 881 vorflugur í hina. Það er töluverð aukning frá fyrr ári og hefur heildarfjöldi veiddra fiðrilda í Einarslundi aldrei verið hærri. Heildarfjöldi fiðrildategunda var 29 og heildarfjöldi vorflugutegunda var 9. Þar var barrvefari (Zeiraphera griseana) algengasta fiðrildategundin og sitrubytta (Limnephilus sparsus) algengasta vorflugan. Í Mörtungu veiddust í heildina 2.231 fiðrildi og 198 vorflugur. Gífurleg fækkun var á heildarfjölda fiðrilda frá árinu á undan (13.544) en tölur þessa árs eru í ágætum takti við fyrri mælingar. Heildarfjöldi fiðrildategunda í Mörtungu var 30 og heildarfjöldi vorflugu tegunda var 8. Þar var jarðygla algengasta fiðrildategundin en sitrubytta algengasta vorflugan líkt og í Einarslundi. Rekstur fiðrildagildrunnar á Mýrum gekk brösuglega síðastliðið ár vegna rafmagns- og ljósaperu vandamála. Lesa meira