Færslur

Grógos – verkefni lokið

Á vormánuðum 2023 gáfu Náttúrustofa Suðausturlands og Landgræðslan út lokaskýrslu verkefnisins Grógos – Mat á áfallaþoli vistkerfa á áhrifasvæði Skaftárhlaupa gagnvart ákomu sets og fokefna. Markmið verkefnisins var að kortleggja áhrif Skaftárhlaupa á gróður við farveg Skaftár sunnan Skaftárdals og með því greina tegundir og búsvæði sem best þola álagið. Slík þekking gerir okkur fært að beita náttúrulegum lausnum til að bregðast við þeim vanda sem Skaftárhlaupin valda. Lesa meira