Stjörnuskoðun fimmtudaginn 26. nóvember
Náttúrustofa Suðausturlands býður áhugasömum í stjörnuskoðun á fimmtudagskvöld, 26. nóvember, við stjörnuturninn á Markúsarþýfishól (á leiðinni út á Ægissíðu). Stefnt er á að vera þar á milli kl 19:00 og 20:30. Spáð er björtu veðri en nokkrum vindi svo ráðlegast er að klæða sig vel. Takið endilega handkíkjana ykkar með, eða stjörnu- og fuglasjónauka. Þar sem bjart er af tungli þessa dagana verður áhersla lögð á að skoða tunglið og rekja stjörnumerki og bjartar stjörnur.
Þeir sem áhuga hafa á að vera á póstlista hjá Náttúrustofu Suðausturlands vegna stjörnuskoðunarviðburða geta sent póst á kristin@nattsa.is