Opnun jöklavefsjár

Náttúrustofan tók þátt í að útbúa nýja og glæsilega jöklavefsjá en sunnudaginn 20. mars verður hún kynnt í stjörnuveri Perlunnar í Reykjavík og hvetjum við áhugasama að kíkja við. Helgi Björnsson og Oddur Sigurðsson jöklafræðingar munu opna vefsjána en auk þeirra munu sérfræðingar Veðurstofu Íslands, Jarðvísindastofnunar Háskólans og Landsvirkjunar fjalla um jöklamælingar, sýna ljósmyndir af jöklum og fara yfir virkni vefsjárinnar og gögn sem hún sýnir. Að kynningum loknum mun Hilmar Malmquist forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands bjóða gestum á sýningu safnsins, Vatnið í náttúru Íslands, og sérsýningu um sögu Jöklarannsóknafélagsins.

Jöklavefsjáin er samstarfsverkefni Veðurstofu Íslands, Jarðvísindastofnunar Háskólans, Jöklarannsóknafélags Íslands, Landsvirkjunar, Landmælinga Íslands og Náttúrustofu Suðausturlands.
Kastljós fjallaði um jöklavefsjánna í þætti sínum þann 24. mars og má sjá það hér.