Náttúruvernd og efling byggðar – vinnustofur um Skarðsfjörð og Núpsstaðarskóga – Netfundir

Náttúrustofa Suðausturlands boðar til vinnustofa um framtíð Skarðsfjarðar og Núpsstaðarskóga, en svæðin eru tilnefnd til að fara á B-hluta Náttúruminjaskrár sem þýðir að skoða eigi mögulega friðlýsingu þeirra á næstu 5 árum. Vinnan er hluti verkefnisins Náttúruvernd og efling byggða sem er liður í byggðaáætlun stjórnvalda sem standa fyrir sérstöku átaki í friðlýsingum.

Á fundunum verða skoðaðar ólíkar sviðsmyndir eftir því hvort svæðin verða friðlýst eður ei og rætt um möguleg tækifæri og ógnir.

Vegna Covid-19 fara fundirnir fram á netinu í gegnum Teams og til að tengjast þeim er smellt á hlekkinn við viðkomandi fund, 5-10 mínútum fyrir fundartíma.

Fundurinn um Skarðsfjörð verður haldinn þriðjudaginn 27. október frá 13:30-16:00 og er opinn öllum og hvetjum við sem flesta til að taka þátt. Ekki þarf að hafa aðgang að Teams né hlaða niður neinu forriti og slóðin á fundinn er

Fundurinn um Núpsstaðarskóga verður haldinn miðvikudaginn 28. október frá kl. 13:30- 16:00 og er opinn öllum og hvetjum við sem flesta til að taka þátt. Ekki þarf að hafa aðgang að Teams né hlaða niður neinu forriti og slóðin á fundinn er

Fundirnir eru einnig aulýstir á fésbók Náttúrustofu Suðausturlands og þar er hægt að tilkynna þátttöku.

Fjólublár litur markar svæðin sem mögulega stendur til að friðlýsa samkvæmt kortasjá Náttúrufræðistofnunnar Íslands.