Náttúrustofuþing á Höfn – 8. april 2015 kl. 10:00 – 16:30
Náttúrustofuþing Samtaka Náttúrustofa (SNS) verður haldið á Höfn í Hornafirði miðvikudaginn 8. apríl 2015. Gestgjafar þingsins að þessu sinni eru Náttúrustofa Suðausturlands í samvinnu við Samtök Náttúrustofa, Rannsóknasetur H.Í. á Hornafirði og Nýheima Þekkingarsetur.
Þema þingsins er fuglar, með sérstaka áherslu á samstarf áhuga- og fræðimanna sem sinna athugunum og rannsóknum á fuglum á Íslandi.
Þingið verður opið almenningi og gefst gestum tækifæri á að hlýða á fjölbreytt erindi starfsmanna náttúrustofa landsins og auk gestafyrirlesara.
Gert er ráð fyrir að þingið hefist kl.10 og að því ljúki kl. 16:30.
Eftir þinglok er gert ráð fyrir stuttri ferð að Hoffellsjökli og sameiginlegum kvöldverði á Hótel Höfn.
Ókeypis er inn á þingið en æskilegt er að þátttaka tilkynnist í netfangið kristin@nattsa.is fyrir 2. april svo gera megi ráðstafanir með hádegismat, kaffi og rútuferð.
Aðstandendur þingsins vonast til að sjá sem flesta á Höfn.
Hér fyrir neðan má sjá dagskrá þingsins.