Furðufiskur í grennd
Í dag kl. 14 verður opnuð sýning á vegum Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar í samstarfi við Náttúrustofu Suðausturlands í Nýheimum. Þar má sjá ýmsa furðufiska sem hafa veiðst af hornfiskum skipum og/eða í grennd við Hornafjörð. Hafa þessir fiskar verið varðveittir í safni Menningarmiðstöðvarinnar um langa hríð og er kominn tími til að koma þeim fyrir sjónir almennings. Verður sýningin opin í Gallerý Nýheimum frá 05.07-05.08.2019.
Á opnunardegi verður einnig hægt að sjá og snerta ferska fiska í boði Fiskbúðar Gunnhildar á Höfn. Verður sú sýning utan við Nýheima og eru allir boðnir velkomnir á viðburðinn.