Dagur íslenskrar náttúru 16. september 2015
Í tilefni dags íslenskrar náttúru hafa Náttúrustofa Suðausturlands og Gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs í Gömlubúð á Höfn ákveðið að standa fyrir viðburði á Höfn í Hornafirði.
Miðvikudaginn 16. september kl. 20 verða flutt tvö fræðsluerindi í Gömlubúð. Erindin tengjast bæði Holuhrauni, en rúmt ár er síðan þar hófst eldgos.
Fyrst flytur Guðrún Nína Petersen veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands erindi sem kallast: Áhrif landslags og veðurs á gasútbreiðslu úr Holuhrauni
Strax á eftir flytur Helga Árnadóttir sérfræðingur hjá Vatnajökulsþjóðgarði erindi sem kallast: Eldgos í þjóðgarði –landvarsla á umbrotatímum og í nýju landi
Enginn aðgangseyrir og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Kl. 06 til kl. 12 þennan sama dag ætlar Fuglaathugunarstöð Suðausturlands að vera með opið í Einarslundi. Þar verður hægt að fylgjast með merkingum á fuglum. Hér má sjá fésbókarsíðu Fuglaathugunarstöðvar Suðausturlands.
Allir velkomnir.
Víða um land verða haldnir viðburðir í tengslum við dag íslenskrar náttúru og má sjá upplýsingar um þá á vef Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.