Furðufiskur í grennd

Í dag kl. 14 verður opnuð sýning á vegum Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar í samstarfi við Náttúrustofu Suðausturlands í Nýheimum. Þar má sjá ýmsa furðufiska sem hafa veiðst af hornfiskum skipum og/eða í grennd við Hornafjörð. Hafa þessir fiskar verið varðveittir í safni Menningarmiðstöðvarinnar um langa hríð og er kominn tími til að koma þeim fyrir sjónir almennings. Verður sýningin opin í Gallerý Nýheimum frá 05.07-05.08.2019.

Á opnunardegi verður einnig hægt að sjá og snerta ferska fiska í boði Fiskbúðar Gunnhildar á Höfn. Verður sú sýning utan við Nýheima og eru allir boðnir velkomnir á viðburðinn.

Stjörnuskoðun fimmtudaginn 26. nóvember

Náttúrustofa Suðausturlands býður áhugasömum í stjörnuskoðun á fimmtudagskvöld, 26. nóvember, við stjörnuturninn á Markúsarþýfishól (á leiðinni út á Ægissíðu). Stefnt er á að vera þar á milli kl 19:00 og 20:30. Spáð er björtu veðri en nokkrum vindi svo ráðlegast er að klæða sig vel. Takið endilega handkíkjana ykkar með, eða stjörnu- og fuglasjónauka. Þar sem bjart er af tungli þessa dagana verður áhersla lögð á að skoða tunglið og rekja stjörnumerki og bjartar stjörnur.

Þeir sem áhuga hafa á að vera á póstlista hjá Náttúrustofu Suðausturlands vegna stjörnuskoðunarviðburða geta sent póst á kristin@nattsa.is

Holuhraun 22. september 2014

Dagur íslenskrar náttúru 16. september 2015

Í tilefni dags íslenskrar náttúru hafa Náttúrustofa Suðausturlands og Gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs í Gömlubúð á Höfn ákveðið að standa fyrir viðburði á Höfn í Hornafirði.

Miðvikudaginn 16. september kl. 20 verða flutt tvö fræðsluerindi í Gömlubúð. Erindin tengjast bæði Holuhrauni, en rúmt ár er síðan þar hófst eldgos.

Fyrst flytur Guðrún Nína Petersen veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands erindi sem kallast: Áhrif landslags og veðurs á gasútbreiðslu úr Holuhrauni

Strax á eftir flytur Helga Árnadóttir sérfræðingur hjá Vatnajökulsþjóðgarði erindi sem kallast: Eldgos í þjóðgarði –landvarsla á umbrotatímum og í nýju landi

Enginn aðgangseyrir og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

 

Kl. 06 til kl. 12 þennan sama dag ætlar Fuglaathugunarstöð Suðausturlands að vera með opið í Einarslundi. Þar verður hægt að fylgjast með merkingum á fuglum.  Hér má sjá fésbókarsíðu Fuglaathugunarstöðvar Suðausturlands.

Allir velkomnir.

Víða um land verða haldnir viðburðir í tengslum við dag íslenskrar náttúru og má sjá upplýsingar um þá á vef Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.

logo VÞ ISL logo-mjög-litid-i-lit VI_bottom_gradient_office_web_pos_rgb

 

Mynd listamanns af geimkannanum New Horizons. Mynd: NASA/Johns Hopkins University Applied Physics Laboratory/Southwest Research Institute.

Geimkanninn „New Horizons“ nálgast Plútó

Niðurtalning hafin: fyrsta heimsókn geimkanna til hins fjarlæga dvergreikistirnis Plútó.

Mynd listamanns af geimkannanum New Horizons. Mynd: NASA/Johns Hopkins University Applied Physics Laboratory/Southwest Research Institute.

Mynd listamanns af geimkannanum New Horizons. Mynd: NASA/Johns Hopkins University Applied Physics Laboratory/Southwest Research Institute.

[powr-countdown-timer label=“New Horizons“]

Þann 14. júlí næstkomandi þýtur geimkanninn „New Horizons“ framhjá dvergreikistjörnunni Plútó, eftir rúmlega níu ára ferðalag frá jörðu. Honum var skotið á loft þann 19. janúar 2006, frá Canaveralhöfða á Flórida. Geimkanninn verður næst Plútó kl 11:49:57 þann dag, minna en 10 000 km ofan við yfirborðið. Markmið leiðangursins er að afla upplýsinga um Plútó og fylgitunglin Karon, Nix, Hýdra, Kerberos og Styx. Í verkefnaáætluninni er einnig að senda upplýsingar um eitt eða tvö enn fjarlægari útstirni seinna meir.

Ameríski stjörnufræðingurinn Clyde Tombaugh fann Plútó þann 18. febrúar 1930. Um langt skeið var hún flokkuð sem reikistjarna en eftir því sem fleiri útstirni (reikistirni utan við braut Neptúnusar) fóru að finnast, eftir 1990, varð ljóst að nákvæmari flokkunar á fyrirbærum sólkerfisins var þörf. Árið 2006 samþykkti alþjóðasamband stjörnufræðinga að skilgreina hana sem dvergreikistirni. Er Plútó jafnframt stærsti hnötturinn sem þekkist í hinu svonefnda Kuiper-belti, sem er svæðið í sólkerfinu utan við braut Neptúnusar.

Þó að Plútó sé ekki lengur skilgreind sem reikistjarna breytir það engu um hve áhugavert fyrirbæri er um að ræða. Plútó er 248 jarðár að fara sporbraut sína umhverfis sólu og er meðalfjarlægðin á milli þeirra tæplega 6 milljarðar km. Svo fjarri sólu er gríðarlegt frost og talið um -230 °C á yfirborðinu. Sökum fjarlægðar sést  yfirborðið afar illa, jafnvel í stærstu sjónaukum jarðar. Talið er að Plútó sé að miklu leyti íshnöttur en einnig mynduð úr bergi. Verkefni New Horizons eru m. a. að mæla hitastig og efnasamsetningu, kortleggja landform á yfirborði, kanna lofthjúp Plútós og Karons, leita fleiri fylgitungla og hringja sem gætu leynst þar.

Það styttist óðum í þennan merkilega viðburð í könnun sólkerfisins, sem er að afla góðra upplýsinga um fyrirbæri í hinum fjarlægustu svæðum þess.

Júpíter and tunglið Jó, séð frá geimkannanum New Horizons, 1. mars 2007, á leið sinni til Plútó. Mynd: NASA/Johns Hopkins University Applied Physics Laboratory/Southwest Research Institute/Goddard Space Flight Center.

Júpíter and tunglið Jó, séð frá geimkannanum New Horizons, 1. mars 2007, á leið sinni til Plútó. Mynd: NASA/Johns Hopkins University Applied Physics Laboratory/Southwest Research Institute/Goddard Space Flight Center.

Myndröð geimkannans af Plútó og stærsta tunglinu, Karon, var tekin á 13 augnablikum yfir sex og hálfan dag, frá 12.--18. apríl 2015. Á þeim tíma  styttist fjarlægðin úr 111 milljón km í 104 milljón km. Fleiri upplýsingar um leiðangurinn er að finna á vefsvæði NASA (http://www.nasa.gov/mission_pages/newhorizons/main/index.html). Mynd: NASA/Johns Hopkins University Applied Physics Laboratory/Southwest Research Institute.

Myndröð geimkannans af Plútó og stærsta tunglinu, Karon, var tekin á 13 augnablikum yfir sex og hálfan dag, frá 12.–18. apríl 2015. Á þeim tíma styttist fjarlægðin úr 111 milljón km í 104 milljón km. Fleiri upplýsingar um leiðangurinn er að finna á vefsvæði NASA (http://www.nasa.gov/mission_pages/newhorizons/main/index.html). Mynd: NASA/Johns Hopkins University Applied Physics Laboratory/Southwest Research Institute.

Náttúrustofuþing á Höfn – 8. april 2015 kl. 10:00 – 16:30

Náttúrustofuþing Samtaka Náttúrustofa (SNS) verður haldið á Höfn í Hornafirði miðvikudaginn 8. apríl 2015.  Gestgjafar þingsins að þessu sinni eru Náttúrustofa Suðausturlands í samvinnu við Samtök Náttúrustofa, Rannsóknasetur H.Í. á Hornafirði og Nýheima Þekkingarsetur.

Þema þingsins er fuglar, með sérstaka áherslu á samstarf áhuga- og fræðimanna sem sinna athugunum og rannsóknum á fuglum á Íslandi.

Þingið verður opið almenningi og gefst gestum tækifæri á að hlýða á fjölbreytt erindi starfsmanna náttúrustofa landsins og auk gestafyrirlesara.
Gert er ráð fyrir að þingið hefist kl.10 og að því ljúki kl. 16:30.

Eftir þinglok er gert ráð fyrir stuttri ferð að Hoffellsjökli og sameiginlegum kvöldverði á Hótel Höfn.

Ókeypis er inn á þingið en æskilegt er að þátttaka tilkynnist í netfangið kristin@nattsa.is fyrir 2. april svo gera megi ráðstafanir með hádegismat, kaffi og rútuferð.

Aðstandendur þingsins vonast til að sjá sem flesta á Höfn.

Hér fyrir neðan má sjá dagskrá þingsins.

Dagskrá náttúrustofuþings 2015

Dagskrá náttúrustofuþings 2015

 

Dagur íslenskrar náttúru 16. september 2014

Á degi íslenskrar náttúru 16. september 2014 stendur Náttúrustofa Suðausturlands fyrir gönguferð með leiðsögn.

Farið verður kl 17 frá „sólinni“ á Óslandshæð og gengið að Leiðarhöfða. Leiðsögnin felst fyrst og fremst í því að sagt verður frá líkani af sólkerfinu sem sett hefur verið upp við göngustíginn.

Allir velkomnir og beðnir um að koma klæddir eftir veðri

.Auglýsing-gönguferd