FÆRSLUR EFTIR stjori

Myndun jökulrennunnar undir Breiðamerkurjökli

2013-1: MYNDUN JÖKULRENNUNNAR UNDIR BREIÐAMERKURJÖKLI Hvenær og hvernig myndaðist jökulrennan sem Breiðamerkurjökull hvílir í? Er myndun hennar lokið? Jökulsárlón tók að myndast um 1930 við hop Breiðamerkurjökuls en íssjármælingar á síðasta áratug 20. aldar leiddu í ljós 300 m djúpa og 25 km langa rennu sem nær langleiðina upp í Esjufjöll. Botn Breiðamerkurjökuls hvílir í […]

Aldursgreining gróðurleifa

2013-2: ALDURSGREINING GRÓÐURLEIFA VIÐ BREIÐAMERKURJÖKUL Sumarið 2012 fannst setlag með gróðurleifum í jökulaur framan við Breiðamerkurjökul. Setlagaopnan er kominn undan jökli fyrir nokkrum árum og er óhögguð, það er hún situr á sínum upprunalega myndunarstað. Jökullinn skreið yfir þetta svæði fyrir árið 1700 en ofanáliggjandi jökulaur varði setlagið fyrir hnjaski. Í setlaginu fundust rótarbútar og […]

Stjörnuverið á Höfn

Á degi íslenskrar náttúru  16.september bauð Náttúrustofa Suðausturlands upp á stjörnuskoðun í stjörnuveri sem komið var fyrir á bókasafninu í Nýheimum. Stjörnuver er sýndarheimur þar sem áhorfendur sitja eða liggja inni í kúlulaga hvelfingu og sérstakt sýningartæki varpar mynd af stjörnuhimninum á veggi hennar. Tvær sýningar voru síðdegis á náttúrudeginum fyrir almenning og mættu samtals […]

Dagur íslenskrar náttúru

Í tilefni af degi íslenskrar náttúru býður Náttúrustofa Suðausturlands, sem nýlega tók til starfa, til stjörnuskoðunar í stjörnuverinu. Stjörnuver er sýndarheimur þar sem áhorfendur sitja eða liggja inni í kúlulaga hvelfingu og sérstakt sýningartæki varpar mynd af stjörnuhimninum á veggi hennar. Tvær sýningar verða í boði: kl. 16 og kl. 17 þann 16. september í Nýheimum. Áhugasamir geta sótt […]

Rostungur við Jökulsárlón.

Á morgunblaðsvefnum frá 16.8.2013 er frétt um rostung við Jökulsárlón. MBL Hann sást fyrst að morgni 16.ágúst og dvaldi á sandinum neðan við brúna yfir Jökulsá þann dag og fram á nótt. Morguninn eftir var hann á bak og burt. Á vef Selaseturs Íslands á Hvammstanga er hægt að lesa sér til um rostunga.  Þeir […]