FÆRSLUR EFTIR Hólmfríður Jakobsdóttir

Náttúrustofa Suðausturlands leitar að náttúrufræðingi  

Náttúrustofa Suðausturlands óskar eftir öflugum náttúrufræðingi á starfstöð stofunnar í Skaftárhreppi. Um er að ræða fullt starf bæði við vettvangsrannsóknir og við úrvinnslu gagna og skýrslu- og greinaskrif. Starfið mótast af sérþekkingu umsækjanda og getur m.a. snúið að þróun nýrra verkefna á sviði náttúrurannsókna. Náttúrustofa Suðausturlands sinnir fjölbreyttum náttúrufarsrannsóknum, t.d. á fuglum, gróðri, jöklum og […]

Varpútbreiðsla helsingja 2023

Nú er komið á netið minnisblað um helsingjavöktun á Íslandi árið 2023 sem Náttúrustofa Suðausturlands vann í samvinnu við Náttúrufræðistofnun Íslands. Aukning í íslenska varpstofninum heldur áfram en heildarfjöldi varppara var nú metinn 3121 pör, til samanburðar voru metin 2493 pör árið 2020 og 2052 pör árið 2019. Það er u.þ.b. 18% aukning milli áranna […]

Árið 2025 verður alþjóðaár jökla

  Laugardaginn 17. ágúst 2024 var haldin viðburðaröð á vegum Rice háskóla, Jöklarannsóknafélags Íslands, Náttúruminjasafns Íslands, Veðurstofu Íslands, Háskóla Íslands, Alþjóðlegu jöklavöktunarsamtakanna (World Glacier Monitoring Service, WGMS) og Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO), þar sem vakin var athygli á jöklum sem hafa horfið á undanförnum áratugum eða eru að hverfa. Viðburðaröðin helgast af því að Sameinuðu […]

Snævarr – heiðursfélagi í Alþjóðasambandi stjarnfræðinga

Þann 14. ágúst 2024 var starfsmaður Náttúrustofu Suðausturlands, Snævarr Guðmundsson, einn þeirra fimmtán sem samþykktir voru sem heiðursfélagar í Alþjóðasambandi stjarnfræðinga (IAU: International Astronomical Union). Hann er nú í hópi 35 einstaklinga hvaðan af úr heiminum sem hafa hlotið þessa viðurkenningu. IAU hóf fyrst árið 2018 að heiðra einstaklinga sem ekki uppfylla skilyrði sem menntaðir stjörnufræðingar en hafa lagt sitt af […]

Fortíðarsamtal fyrir framtíðina

Á dögunum birtum við fjögur viðtöl á YouTube rás stofunnar sem Snævarr Guðmundsson og Kristín Hermannsdóttir tóku við eldri konur úr Skaftafellssýslum á árunum 2020 og 2021. Rætt var við: Elínborgu Pálsdóttur, fædd á Böðvarshólum í Vesturhópi 3. september 1923, en flutti síðar á Höfn. Viðtalið er tekið 3. september 2021 Höllu Bjarnadóttur, fædd á […]

Nýr starfsmaður

Í janúar tók til starfa nýr starfsmaður hjá Náttúrustofunni, Hólmfríður Jakobsdóttir. Hólmfríður er með M.Sc. gráðu í líffræði frá Háskóla Íslands. Hólmfríður kemur í fullt starf tímabundið en hún hefur áður starfað í eitt sumar sem sumarstafsmaður hjá stofunni.