Náttúrustofa Suðausturlands leitar að náttúrufræðingi
Náttúrustofa Suðausturlands óskar eftir öflugum náttúrufræðingi á starfstöð stofunnar í Skaftárhreppi. Um er að ræða fullt starf bæði við vettvangsrannsóknir og við úrvinnslu gagna og skýrslu- og greinaskrif. Starfið mótast af sérþekkingu umsækjanda og getur m.a. snúið að þróun nýrra verkefna á sviði náttúrurannsókna. Náttúrustofa Suðausturlands sinnir fjölbreyttum náttúrufarsrannsóknum, t.d. á fuglum, gróðri, jöklum og landformum.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf í náttúrufræðum er skilyrði
- Frumkvæði, sjálfstæði og faglegur metnaður
- Góð íslensku- og enskukunnátta
- Færni í greiningu og framsetningu gagna
- Færni í mannlegum samskiptum
- Geta til þátttöku í vettvangsferðum fjarri heimili
- Vilji til að ganga í ólík störf
- Framhaldsmenntun í náttúrufræðum er kostur
- Starfsreynsla á fagsviði er kostur
- Þekking á GIS er kostur
- Þekking og reynsla í styrkumsóknagerð er kostur
- Geta til að hefja störf sem fyrst er kostur