Ársskýrsla Náttúrustofu Suðausturlands 2020 og upptökur frá ársfundi

Ársskýrsla Náttúrustofu Suðausturlands fyrir árið 2020 er komin á netið.  Hægt er að nálgast skýrsluna hér.

Ársfundur stofunnar var haldinn með rafrænum hætti að kvöldi 21. apríl og voru erindi sem þar voru flutt tekin upp.

Hér er hægt að sjá erindin þrjú sem voru flutt að loknum venjubundnum fundi og einnig upptöku af ársfundinum.

Pálína Pálsdóttir sagði frá verkefninu  Grógos – geta gróðurs til að þola ágang gosefna

Rannveig Ólafsdóttir kynni verkefnið – Kolefnisforði og CO2 flæði úr jarðvegi

og Lilja Jóhannesdóttir sagði frá verkefninu – Náttúruvernd og byggðaþróun.

Rögnvaldur Ólafsson flutti skýrslu stjórnar og Kristín Hermannsdóttir fór yfir reikninga, verkefni stofunnar og starfsáætlun ársins 2021.