Helsingjahreiður í Skógey 27. maí 2014. Ljósmynd Björn Gísli Arnarson.

Helsingjar í Austur-Skaftafellssýslu – Stofnstærð og varpútbreiðsla 2014

Út er komin skýrsla á vegum Náttúrustofu Suðausturlands um helsingja í Austur-Skaftafellssýlus- stofnstærð og varpútbreiðsla 2014. Verkefnið var samvinnuverkefni með Fuglaathugunarstöð Suðausturlands og var styrkt af Veiðikortasjóði Umhverfis– og auðlindaráðuneytisins.
Sumarið 2014 var farið á nokkur svæði í Austur-Skaftafellssýslu sem álitið var að helsingjar kynnu að verpa. Hreiðurstæði voru hnitsett og talin á hverjum stað. Vitað var að árið 2009 voru um 40 helsingjahreiður í Austur-Skaftafellssýslu en fyrirfram talið að þeim hefði fjölgað nokkuð síðan þá. Talningin sumarið 2014 leiddi í ljós að hreiðrin voru að minnsta kosti 509. Fjölgun helsingjapara sem verpa á Suðausturlandi hefur því verið mjög hröð síðastliðin ár, eða meira en 1200% aukning á fimm árum.

Síðustu áratugi hefur veðurfar á Íslandi breyst, meðalárshiti hækkað og ársúrkoma aukist. Ef horft er til þess að helsingjar verpa að jafnaði á mun norðlægari stöðum kemur fjölgun helsingjavarpa nokkuð á óvart. Helsingjar hafa hingað til orpið á svölum stöðum s. s. á Grænlandi og Svalbarða. Því er ekki að sjá að skýra megi fjölgunina út frá veðurþáttum. Aðrir þættir líkt og fæðuframboð og landslag spila þar líklega inn í, bæði á Íslandi og öðrum varpstöðum.

Skýrsluna í heild sinni má sjá á vef Náttúrustofu Suðausturlands nattsa.is undir útgefið efni eða hér.

 

Helsingi í Skógey 27. maí 2014. Ljósmynd Björn Gísli Arnarson.

Helsingi í Skógey 27. maí 2014. Ljósmynd Björn Gísli Arnarson.