Bændur græða landið sumarið 2020
Verkefninu bændur græða landið sumarið 2020 er lokið á Suðausturlandi, en það er samvinnuverkefni Landgræðslunnar og bænda um uppgræðslu heimalanda. Tilgangur þess er að styrkja bændur til landgræðslu á jörðum sínum, stöðva rof, þekja land gróðri og gera það nothæft á ný til landbúnaðar eða annarra nota. Starfsmaður á vegum Náttúrustofu Suðausturlands, Pálína Pálsdóttir, sem hefur aðsetur á Kirkjubæjarklaustri sá um verkefnið. Starfið fólst í heimsóknum til bænda í sveitarfélögunum Skaftárhreppi og Hornafirði en svæðið nær allt frá Mýrdalssandi og austur í Lón. Alls eru 35 bændur á svæðinu þátttakendur í verkefninu, 29 í Skaftárhreppi og 6 í Hornafirði.
Nánar má lesa sér til um verkefnið á landsvísu á vef Landgræðslunnar: https://land.is/baendur-graeda-landid/
Hér fyrir neðan má sjá myndir sem teknar á Hólmsáraurum en þar er unnið að uppgræðslu á vegum Landbótasjóðs og verkefnisins “Bændur græða landið”. Myndirnar eru teknar af Garðari Þorfinnssyni héraðsfulltrúa Landgræðslunnar.