NÁTTÚRUSTOFA SUÐAUSTURLANDS
Nýr starfsmaður
Í janúar tók til starfa nýr starfsmaður hjá Náttúrustofunni, Hólmfríður Jakobsdóttir. Hólmfríður er með M.Sc. gráðu í líffræði frá Háskóla Íslands. Hólmfríður kemur í fullt starf tímabundið en hún hefur áður starfað í eitt sumar sem sumarstafsmaður hjá stofunni.
Grógos – verkefni lokið
Á vormánuðum 2023 gáfu Náttúrustofa Suðausturlands og Landgræðslan út lokaskýrslu verkefnisins Grógos - Mat á áfallaþoli vistkerfa á áhrifasvæði Skaftárhlaupa gagnvart ákomu sets og fokefna. Markmið verkefnisins var að kortleggja áhrif Skaftárhlaupa á gróður við farveg Skaftár sunnan Skaftárdals og með því greina tegundir og búsvæði sem best þola álagið. Slík þekking gerir okkur fært að beita náttúrulegum lausnum til að bregðast við þeim vanda sem Skaftárhlaupin valda.
Dagur íslenskrar náttúru 2023
Nú síðsumars tekur lífríki Íslands nokkrum breytingum. Farfuglar eru farnir að hugsa sér til hreyfings. Helsinginn sem Náttúrustofan hefur fylgst með í sumar undirbýr flug sitt til Bretlandseyja og skúmurinn heldur á haf út þar sem hann dvelur á veturnar. Í dag er dagur íslenskrar náttúru. Hann er haldinn ár hvert þann 16. september til heiðurs Ómari Ragnarssyni, afmælisbarni. Dagurinn er tileinkaður Ómari fyrir framlag hans til náttúruverndar og fræðslu um náttúru Íslands. Dagur íslenskrar náttúru fellur því alltaf síðsumars þegar vetrarundirbúningur er hafinn í náttúru Íslands. Það er því ekki úr vegi að nýta tækifærið og velta aðeins fyrir sér hvernig lífverur bregðast við breyttu tíðarfari.
Bændur græða landið sumarið 2023
Eins og fyrri ár sinnti Náttúrustofa Suðausturlands nú í…
Náttúrustofa Suðausturlands leitar að náttúrufræðingi
Náttúrustofa Suðausturlands óskar eftir öflugum náttúrufræðingi…
Varpútbreiðsla helsingja 2023
Nú er komið á netið minnisblað um helsingjavöktun á Íslandi…
Árið 2025 verður alþjóðaár jökla
Laugardaginn 17. ágúst 2024 var haldin viðburðaröð…
Snævarr – heiðursfélagi í Alþjóðasambandi stjarnfræðinga
Þann 14. ágúst 2024 var starfsmaður Náttúrustofu Suðausturlands,…
Sunnan Vatnajökuls – Frá Núpsstað til Suðursveitar: Árbók FÍ 2024
Vorið 2024 kom út árbók Ferðafélags Íslands, og er það…
Fortíðarsamtal fyrir framtíðina
Á dögunum birtum við fjögur viðtöl á YouTube rás stofunnar…
Blautir Botnar í blómaskrúð
Síðastliðinn föstudag, 21. júní, stóð náttúrustofan fyrir fræðslugöngu um Botna í meðallandi. Gangan var skipulögð í samstarfi við landeigendur, Vatnajökulsþjóðgarð og Ungmennafélagið ÁS í tilefni Dags hinna villtu blóma. Gengið var frá Botnabænum að Háuklettum, framhjá Trjágróf og að lokum var boðið upp á kaffi í glæsilegum garðskála.
Tveir styrkir úr Atvinnu- og rannsóknasjóði Sveitarfélagsins Hornafjarðar árið 2024
Þann 8. mars hlaut Náttúrustofa Suðausturlands tvo styrki úr Atvinnu- og rannsóknasjóði Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Annars vegar 325.000 kr. til frekari rannsókna á klettafrú og hins vegar 325.000 kr. til að hefja reglulegar talningar á landsel í Hornafirði og Skarðsfirði.
Minning – Dr. Rögnvaldur Ólafsson
Í dag kveðjum við máttarstólpa í sögu Náttúrustofu Suðausturlands þegar Rögnvaldur Ólafsson verður jarðsunginn frá Neskirkju. Rögnvaldur var hvatamaður að stofnun Náttúrustofunnar og sat lengi sem formaður í stjórn hennar
Ársfundur Náttúrustofu Suðausturlands 2024
Síðastliðinn mánudag, 11. mars, var ársfundur Náttúrustofu Suðausturlands haldinn. Að þessu sinni var fundurinn haldinn í fyrirlestrasal Nýheima á Höfn í Hornafirði.
STARFSSVÆÐI NÁTTÚRUSTOFU SUÐAUSTURLANDS
Náttúrustofa Suðausturlands
Kt. 440213-0490
info@nattsa.isStarfsstöð Kirkjubæjarklaustri
Kirkjubæjarstofa
Klausturvegur 4
880 KirkjubæjarklausturStarfsstöð Höfn í Hornafirði
Nýheimar
Litlabrú 2
780 Höfn