NÁTTÚRUSTOFA SUÐAUSTURLANDS

Breiðamerkursandur – Mat á náttúru, menningarminjum og innviðum

Árið 2023 lögðu Náttúrustofa Suðausturlands og Nýheimar Þekkingarsetur lokahönd á mat á náttúru, menningarminjum og innviðum á Breiðamerkursandi fyrir Vatnajökulþjóðgarð. Að verkefninu komu einnig Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Hornafirði, Menningarmiðstöð Hornafjarðar, Efla og Náttúrustofa Austurlands.

Nýr starfsmaður

Í janúar tók til starfa nýr starfsmaður hjá Náttúrustofunni, Hólmfríður Jakobsdóttir. Hólmfríður er með M.Sc. gráðu í líffræði frá Háskóla Íslands. Hólmfríður kemur í fullt starf tímabundið en hún hefur áður starfað í eitt sumar sem sumarstafsmaður hjá stofunni.
Morfok á Þjóðvegi 1Pálína Pálsdóttir (2021)

Grógos – verkefni lokið

Á vormánuðum 2023 gáfu Náttúrustofa Suðausturlands og Landgræðslan út lokaskýrslu verkefnisins Grógos - Mat á áfallaþoli vistkerfa á áhrifasvæði Skaftárhlaupa gagnvart ákomu sets og fokefna. Markmið verkefnisins var að kortleggja áhrif Skaftárhlaupa á gróður við farveg Skaftár sunnan Skaftárdals og með því greina tegundir og búsvæði sem best þola álagið. Slík þekking gerir okkur fært að beita náttúrulegum lausnum til að bregðast við þeim vanda sem Skaftárhlaupin valda.
Álfur Birkir Bjarnason

Dagur íslenskrar náttúru 2023

Nú síðsumars tekur lífríki Íslands nokkrum breytingum. Farfuglar eru farnir að hugsa sér til hreyfings. Helsinginn sem Náttúrustofan hefur fylgst með í sumar undirbýr flug sitt til Bretlandseyja og skúmurinn heldur á haf út þar sem hann dvelur á veturnar. Í dag er dagur íslenskrar náttúru. Hann er haldinn ár hvert þann 16. september til heiðurs Ómari Ragnarssyni, afmælisbarni. Dagurinn er tileinkaður Ómari fyrir framlag hans til náttúruverndar og fræðslu um náttúru Íslands. Dagur íslenskrar náttúru fellur því alltaf síðsumars þegar vetrarundirbúningur er hafinn í náttúru Íslands. Það er því ekki úr vegi að nýta tækifærið og velta aðeins fyrir sér hvernig lífverur bregðast við breyttu tíðarfari.

Fréttir

Auglýst er eftir forstöðumanni Náttúrustofu Suðausturlands

Náttúrustofa Suðausturlands auglýsir starf forstöðumanns laust til umsóknar. Stofan er alhliða rannsóknar- og þjónustustofnun í náttúrufræðum og starfar eftir lögum 54/2024 um Náttúrufræðistofnun og náttúrustofur. Starfssvæðið nær yfir Sveitarfélagið Hornafjörð og Skaftárhrepp og er stofan með aðsetur á Höfn og starfsstöð á Kirkjubæjarklaustri.
Starfsmenn NattSa á líffræðiráðstefnu Líffræðifélags Íslands 2025

Líffræðiráðstefnan 2025

Starfsfólk Náttúrustofu Suðausturlands lét sig ekki vanta á líffræðiráðstefnu Líffræðifélags Íslands 2025 fór fram 9.–11. október í Reykjavík. Ráðstefnan er haldin annað hvert ár og þar koma saman flestallir vísindamenn á þessu sviði og koma saman fulltrúar nær allra stofnana og fyrirtækja sem tengjast lífvísindaheiminum á Íslandi. Ráðstefnan er einnig opin öllu áhugafólki um líffræði. 

Jöklar á hverfanda hveli

Í september 2024 sögðum við hjá Náttúrustofu Suðausturlands…

20 ára afmæli Fuglaathugunarstöðvar Suðausturlands

Á árinu fagnaði Fuglaathugunarstöð Suðausturlands 20 ára…

Nýr starfsmaður Náttúrustofu Suðausturlands

Í dag tók María Rúnarsdóttir (Maja) til starfa hjá Náttúrustofunni.…
Horft yfir eyjar Skarðsfjarðar, Langaneshólmi í forgrunni.

Náttúrustofa Suðausturlands hlýtur styrki

Undanfarið hefur Náttúrustofan hlotið styrki til fjögurra…
Mynd eftir Snævarr Guðmundsson

Alþjóðadagur jökla

„Þar sem jökulinn ber við loft hættir landið að vera…

Ársfundur 2025 á Klaustri

Ársfundur Náttúrustofu Suðausturlands verður haldinn í…

Nýr starfsmaður Náttúrustofu Suðausturlands

Þann 13. janúar tók til starfa nýr starfsmaður hjá Náttúrustofunni,…

Náttúrustofa Suðausturlands leitar að náttúrufræðingi  

Náttúrustofa Suðausturlands óskar eftir öflugum náttúrufræðingi…

STARFSSVÆÐI NÁTTÚRUSTOFU SUÐAUSTURLANDS

Starfssvæði Náttúrustofu Suðausturlands eru í Sveitarfélaginu Hornafirði með miðstöð á Höfn og í Skaftárhreppi með miðstöð á Kirkjubæjarklaustri.
  • Náttúrustofa Suðausturlands

    Kt. 440213-0490
    info@nattsa.is

  • Starfsstöð Kirkjubæjarklaustri

    Kirkjubæjarstofa
    Klausturvegur 4
    880 Kirkjubæjarklaustur

  • Starfsstöð Höfn í Hornafirði

    Nýheimar
    Litlabrú 2
    780 Höfn

AÐRAR NÁTTÚRUSTOFUR

 

AÐRAR NÁTTÚRUSTOFUR