Nýr starfsmaður Náttúrustofu Suðausturlands
Í dag tók María Rúnarsdóttir (Maja) til starfa hjá Náttúrustofunni. Maja lauk B.Sc. prófi frá Landbúnaðarháskóla Íslands vorið 2022 í náttúru-og umhverfisfræði. Í lokaverkefni sínu þar rýndi hún upplifun þátttakenda í verkefninu loftslagsvænn landbúnaður. Að því loknu hélt hún til Stokkhólms og lauk þaðan M.Sc. prófi í vistfræði og líffræðilegri fjölbreytni. Þar var megináherslan lögð á rannsóknir á plöntum, streituvöldum plantna og á jarðvegi. Í meistaraverkefninu skoðaði hún þá tilgátu um hvort hitaþol æðplantna væri arfgengt og hvort hitaþolsbreytileikinn sem slíkur væri gagnlegur fyrir æðplöntur til að takast á við loftslagsbreytinga. Maja verður með aðsetur á Kirkjubæjarklaustri og við bjóðum hana hjartanlega velkomin til starfa.