Við Lakagíga

Ársfundur Náttúrustofu Suðausturlands 2015

Ársfundur Náttúrustofu Suðausturlands ses. verður haldinn miðvikudaginn 29. apríl n.k. kl. 20:00.
Fundurinn er í haldinn í Skaftárstofu á Kirkjubæjarklaustri og er öllum opinn.

Á undan venjulegum fundarstörfum verða haldin þrjú erindi á vegum náttúrustofu, um jökla, náttúrustíg og stjörnur.

Ársfundardagskrá:
1. Formaður setur fundinn
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara
3. Skýrsla stjórnar
4. Afgreiðsla reikninga
5. Rekstrar- og starfsáætlun / skýrsla forstöðumanns
6. Önnur mál

Stjórnin

Landbreytingar á Breiðamerkursandi

Þann 3. júlí 1935 tók Helgi Arason (frá Fagurhólsmýri)  mynd framan við Breiðamerkurjökul, með sjónarhorn á Breiðamerkurfjall. Á þeim tíma var fjallið enn umlukið  af Breiðamerkurjökli og Fjallsjökli.  Nýverið leitaði Snævarr Guðmundsson hjá Náttúrustofu Suðausturlands uppi hvar myndin var tekin og tók aðra frá sama stað. Þá voru næstum full 80 ár liðin frá því að Helgi tók myndina. Ótrúlegar landbreytingar endurspeglast í þeim. Árið 1935 hafði jökullinn hörfað 680 m á þennan stað frá því að hann var í hámarkstærð ~1880-1890. Frá 1935 hefur jökullinn hopað 3400 m og því samtals rúma 4 km þarna. Myndirnar sýna ekki aðeins jökulrýrnunina, landið framan við hefur líka breyst. Frostupplyfting hefur lyft grettistökum svo sum eru meira áberandi og ís þiðnað úr aurnum.

Sigurður og Ari Björnssynir frá Kvískerjum nærri jaðri Breiðamerkurjökuls með Breiðamerkurfjall að baki, 3. júlí 1935.  Ljósmynd Helgi Arason.

Sigurður og Ari Björnssynir frá Kvískerjum nærri jaðri Breiðamerkurjökuls með Breiðamerkurfjall að baki, 3. júlí 1935. Ljósmynd Helgi Arason.

Sigríður Björgvinsdóttir stendur á sama stað 18. apríl 2015. Ljósmynd Snævarr Guðmundsson.

Sigríður Björgvinsdóttir stendur á sama stað 18. apríl 2015. Ljósmynd Snævarr Guðmundsson.