Breiðamerkurjökull og Jökulsárlón. Ljósm. Snævarr Guðmundsson, 13. september 2014.

Jöklabreytingar á Breiðamerkurjökli

Frá lokum 19. aldar hafa miklar breytingar orðið á íslenskum jöklum og þeir hörfað og rýrnað vegna hlýnandi loftslags. Jöklarnir náðu mestu stærð á sögulegum tíma um 1890, eftir nokkurra alda kuldaskeið sem nefnt er litla ísöld. Í nýlegri M.Sc. ritgerð Snævars Guðmundssonar (2014), um Breiðamerkurjökul og Kotárjökul, kemur fram að frá ~1890 til 2010 hopaði sporður Breiðamerkurjökuls rúma 5 km að meðaltali og um 114 ferkm lands kom undan jökli. Jafnframt rýrnaði jökullinn um 69 rúmkm að vatnsgildi eða um 20%. Verkefnið er meðal fyrstu rannsókna sem Náttúrustofa Suðausturlands innir af hendi.

Meðfylgjandi myndir voru teknar 13. september 2014. Þær sýna Breiðamerkurjökul og Jökulsárlón. Ísinn kelfir af jökulsporðinum í lónið og brotnar upp í jaka. Ferlið flýtir fyrir rýrnun jökulsins og hann hopar hraðar. Ísinn rekur tímabundið um sem jakar á lóninu, ferðalöngum til ánægju, en bráðnar að lokum  og hverfur.

 

Vestur- og Miðarmur Breiðamerkurjökuls. Einnig sjást Máfabyggðir (uppi t. v.) og Esjufjöll (ofan við miðja mynd). Ljósm. Snævarr Guðmundsson, 13. september 2014.

Vestur- og Miðarmur Breiðamerkurjökuls. Einnig sjást Máfabyggðir (uppi t. v.) og Esjufjöll (ofan við miðja mynd). Ljósm. Snævarr Guðmundsson, 13. september 2014.

Breiðamerkurjökull kelfir í Jökulsárlón, þ. e. það brýtur af jöklinum og. Ísinn kelfir af jökulsporðunum í lónin og brotnar upp í jaka sem reka á lóninu, ferðalöngum til ánægju, uns þeir bráðna. Ljósm. Snævarr Guðmundsson, 13. september 2014.

Breiðamerkurjökull kelfir í Jökulsárlón, þ. e. það brýtur af jöklinum og. Ísinn kelfir af jökulsporðunum í lónin og brotnar upp í jaka sem reka á lóninu, ferðalöngum til ánægju, uns þeir bráðna. Ljósm. Snævarr Guðmundsson, 13. september 2014.

 

Náttúrustígur – líkan af sólkerfinu

Við göngustíg sem liggur vestanmegin við byggðina á Höfn í Hornafirði er verið að koma upp líkani af sólkerfinu, en ætlunin í framtíðinni er að koma þar fyrir upplýsingum um náttúruna í víðu samhengi. Frá stígnum er frábært útsýni til jökla og suðausturhluta Vatnajökulsþjóðgarðs. Fyrsta skrefið í gerð Náttúrustígs er að koma fyrir líkani að sólkerfinu í réttum hlutföllum, hvað varðar stærð og fjarlægðir.  Út frá líkani af sólkerfinu gerir fólk sér frekar grein fyrir smæð jarðarinnar, smæð Íslands og okkar sjálfra. Jörðin er eini staðurinn í okkar sólkerfi þar sem líf þrífst svo líkanið minnir á mikilvægi þess að umgangast náttúruna vel, allt umhverfið og jörðina í heild sinni.

Við það að sjá og upplifa smæð jarðarinnar, Íslands og okkar í samanburði við sólina og aðrar reikistjörnur er ætlunin að fá fólk til þess að hugsa um mikilvægi þess að ganga vel um náttúruna og það sem við höfum. Sólkerfið mun einnig nýtast skólunum til kennslu, en allir geta notið þess að skoða líkanið og lesa á skilti sem sett verða við það. Skilti með helstu upplýsingum verða við hverja reikistjörnu auk Ceres og Plútó.  Hér að neðan eru krækjur á frekari upplýsingar en koma fram á skiltunum. Einng verður rafræn útgáfa bæklings um stíginn sett hér að neðan þegar hann verður tilbúinn.

Myrkurgæði – greinargerð

Út er komin greinargerð hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu um myrkurgæði og tillögur um hvernig sporna megi við ljósmengun á Íslandi, bæði í þéttbýli og dreifbýli.  Starfsmaður Náttúrustofu Suðausturlands, Snævarr Guðmundsson vann ásamt fleirum í starfshópi að þessari greinargerð, en starfshópurinn hefur starfað síðan í mars 2012 og var Mörður Árnason formaður hans.

Í tilefni af útgáfu greinargerðarinnar um Myrkurgæði á Íslandi verður haldið málþing um myrkurgæði og ljósmengun miðvikudaginn 23. október, kl. 10–12, í fundarsal Þjóðminjasafnsins. Sjá nánar í frétt um málþingið á vef umhverfisráðuneytisins.  http://www.umhverfisraduneyti.is/frettir/nr/2490

Greinargerði er gefin út rafrænt og má skoða hana eða sækja hér.

Hér má sjá auglysinguna .