Útbreiðsla tröllasmiðs í Sveitarfélaginu Hornafirði 2022
Út er komin skýrsla verkefnisins: Útbreiðsla tröllasmiðs í Sveitarfélaginu Hornafirði 2022. Verkefnið hófst sumarið 2021 en áhersluþunginn var í sumar þegar lagðar voru út fallgildrur til að greina betur útbreiðslu hans. Tröllasmiður (Carabus problematicus) er eitt stærsta skordýr Íslands og finnst aðeins á litlu svæði í Sveitarfélaginu Hornafirði, af öllum heiminum, frá Hoffelli og austur að Almannaskarði. Íslenski tröllasmiðurinn er undirtegund (C.p. islandicus) en hann hefur ekki verið mikið rannsakaður á Íslandi og byggist þekking á útbreiðslu hans á gömlum heimildum og tilviljanakenndum athugunum. Í þessari rannsókn var notast við upplýsingar frá almenning og fallgildrur til þess að kortleggja útbreiðslu tröllasmiðs á þekktum fundarstöðum og svæðum sem sést hefur til hans auk þess sem fjöldi var skrásettur. Alls bárust 19 tilkynningar um tröllasmiði frá almenning og náðust 12 tröllasmiðir í gildrur. Einn tröllasmiður náðist í gildru í austur Almannaskarði sem er austar en áður hefur verið staðfest með rannsóknum. Þetta gæti bent til þess að útbreiðsla tröllasmiðs hafi færst austar frá rannsóknum á um miðja síðustu öld. Lesa meira