Sýni úr steinasafni Þorleifs Einarssonar í Nýheimum

Inni í Nýheimum hafa verið settir upp nokkrir steinar og steingervingar úr steinasafni Þorleifs Einarssonar. Hann gaf Rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Hornafirði safnið sitt og er það nú hýst hjá Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Nú hafa verið valin nokkur eintök til sýningar í sýningarborð framan við bókasafnið í Nýheimum og einnig í glerskápum á eftir hæð Nýheima, rétt ofan við stigann. Fólk er hvatt til að koma og skoða þessa steina og steingervinga sér til fræðslu og ánægju.

Þorleifur Einarsson var íslenskur jarðfræðingur. Hann fæddist í Reykjavík 29. ágúst 1931 en lést í Bergisch Gladbach í Þýskalandi 22. mars 1999. Þorleifur stundaði margþættar rannsóknir í jarðfræði og liggur eftir hann fjöldi greina og bóka um jarðfræðileg efni og umhverfisvernd á ýmsum tungumálum auk íslensku. Síðasta bókin sem hann lauk við var Myndun og mótun lands : jarðfræði sem kom út 1991. Einnig flutti hann fjölda fyrirlestra um jarðfræðileg efni á ráðstefnum og fundum hérlendis, á alþjóðaráðstefnum og við fjölmarga háskóla erlendis.

Í skápunum á efri hæðinni er jafnframt að finna ýmsa hluti sem tengjast skólastarfi í FAS. Flestir tengjast þeir erlendu samstarfi í skólaunum en einnig eru nokkrir verðlaunagripir.

 

Hluti af steinasafni Þorleifs Einarssonar á efri hæð Nýheima

Hluti af steinasafni Þorleifs Einarssonar á efri hæð Nýheima