Sérfræðingur óskast á Náttúrustofu Suðausturlands
Sérfræðingur óskast til starfa á Náttúrustofu Suðausturlands, Kirkjubæjarklaustri.
Starfið er laust frá 1. ágúst 2016 eða eftir nánara samkomulagi. Skilyrði fyrir ráðningu er búseta á Kirkjubæjarklaustri eða í Skaftárhreppi.
Helstu verkefni
Þátttaka við gerð hættumats vegna jökulhlaupa á Skaftársvæði, í samstarfi við Veðurstofu Íslands.
Samantekt skýrslu á fyrirliggjandi gögnum um jökulvötn í Skaftárhreppi og áhrif þeirra.
Önnur sérhæfð verkefni, eftir atvikum, sem heyra undir starfsemi stofunnar.
Menntun og hæfniskröfur
- Háskólapróf í náttúruvísindum er skilyrði.
- Reynsla af náttúrurannsóknum.
- Metnaður og sjálfstæði í starfi.
- Samstarfshæfni.
- Öguð vinnubrögð.
- Gott vald á íslensku og a. m. k. einu öðru tungumáli.
Leitað er að náttúrufræðingi með frumkvæði, yfirsýn og skipulagsfærni ásamt faglegri framkomu.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags.
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá. Mat á hæfni umsækjenda byggist m.a. á innsendum gögnum og viðtölum.
Umsóknarfrestur er til og með 20. júní 2016.
Nánari upplýsingar veitir
Kristín Hermannsdóttir, forstöðumaður Náttúrustofu Suðausturlands, í síma 470-8060. kristin@nattsa.is. Sótt er um starfið rafrænt á sama netfang. Öllum umsóknum verður svarað.
Náttúrustofa Suðausturlands er rannsóknarstofnun á sviði náttúrufræða sem staðsett er á Hornafirði, en verður með starfsstöð á Kirkjubæjarklaustri frá og með ágúst 2016.
Verkefni náttúrustofunnar eru öflun upplýsinga um náttúru Suðausturlands og gera þær aðgengilegar þeim sem á þurfa að halda. Náttúrustofa Suðausturlands tekur að sér margvísleg verkefni á þessu sviði fyrir; ríki, sveitarfélög, stofnanir eða einkaaðila.