Nýr starfsmaður hjá Náttúrustofu Suðausturlands á Kikjubæjarklaustri

Í dag tók til starfa nýr starfmaður hjá Náttúrustofu Suðausturlands. Hún heitir Rannveig Ólafsdóttir og verður með starfsaðstöðu í Kirkjubæjarstofu á Kirkjubæjarklaustri. Rannveig er frá Mörtungu í Skaftárhreppi og er með B.Sc próf í líffræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. próf í náttúru- og umhverfisfræði frá Landbúnaðarháskóla Íslands.

Rannveig mun meðal annars vinna að gerð hættumats vegna jökulhlaupa á Skaftársvæðinu sem er á ábyrgð Veðurstofu Íslands 2016-2017, en gerður var sérstakur samningur milli Umhverfisráðuneytis og Náttúrustofu Suðausturlands um það verkefni.

Rannveig-2016

Rannveig Ólafsdóttir

 

 

 

 

Save

Save

Save

Save

Save

Save