Nýir starfsmenn hjá Náttúrustofu Suðausturlands

Þann 1. júní tóku tveir nýjir starfsmenn til starfa hjá Náttúrustofu Suðausturlands.

Lilja Jóhannesdóttir verður með starfsaðstöðu í Nýheimum á Höfn í Hornafirði. Hún er með doktorspróf í vistfræði og starfaði áður hjá Rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Suðurlandi. Hennar verkefni munu að mestu snúa að verkefnum sem tengjast fuglum og vistfræði. Lilja er alin upp á Nýpugörðum á Mýrum til 12 ára aldurs og má því segja að hún sé komin heim.

Pálína Pálsdóttir verður með starfsaðstöðu í Kirkjubæjarstofu á Kirkjubæjarklaustri. Hún er með B.Sc próf í Búvísindum frá Landbúnaðarháskóla Íslands. Hennar verkefni mun snúa að gerð hættumats vegna jökulhlaupa á Skaftársvæðinu sem er á ábyrgð Veðurstofu Íslands 2016-2017, en gerður var sérstakur samningur milli Umhverfisráðuneytis og Náttúrustofu Suðausturlands um það verkefni. Einnig vinnur hún að samstarfsverkefni með Landgræðslunni sem kallast „Bændur græða landið“.  Pálína er frá og býr að Mýrum í Álftaveri.

 

Lilja Jóhannesdóttir

Lilja Jóhannesdóttir

Pálína Pálsdóttir