Hoffellsjökull

Náttúrustofa Suðausturlands og Framhaldsskólinn í Austur- Skaftafellssýslu fjárfesta saman í dróna

Nýlega bættist í tækjabúnað Náttúrustofu Suðausturlands og Framhaldsskólans í Austur Skaftafellssýslu. Að þessu sinni var fjárfest í DJI Phantom 4 dróna. Nokkrir aðilar styrktu kaupin, Landsbankinn, Nettó, Skinney-Þinganes, flutningadeild KASK og Uppbyggingasjóður Suðurlands.

Dróninn kemur til með að nýtast Náttúrustofu og FAS vel við margvísleg verkefni. Nefna má eftirlit og mælingar á jöklum, ekki síst þar sem erfitt og hættulegt er að fara um. Þar verður nú hægt að fljúga yfir og afla gagna úr lofti, þar sem hægt verður að mynda jökulsporða ofan frá eða framan við t.d. þar sem lón liggja við jökulinn. Einnig verður hægt að nýta hann við kortlagningu á jökulgörðum og öðrum jarðmenjum. Dróninn mun þar að auki nýtast vel við gerð yfirlitsmynda og fræðsluefnis í tengslum við ýmis verkefni sem Náttúrustofan vinnur að.

2. nóv. 2016

Mynd tekin beint niður í um 20 m hæð yfir Nýheimum og þar má grilla í stjórnendur drónans fyrir miðri mynd á grasinu.

2. nóv. 2016

Mynd tekin með drónanum 2. nóvember 2016 fyrir utan Nýheima á Höfn með útsýni til jökla. Hjördís Skírnisdóttir, Kristín Hermannsdóttir, Guðmundur Ingi Sigbjörnsson, Eyjólfur Guðmundsson og Snævarr Guðmundsson prófa tækið.

dji_0009

Þessi mynd var tekin fyrstu braut á Silfurnesgolfvelli 18.október 2016 þegar dróninn var prófaður í fyrsta sinn.

dji_0043

Snævarr Guðmundsson og Kristín Hermannsdóttir við Hoffellssjökul.

dji_0036

Dróninn hefur verið prófaður síðustu daga, m.a. við við Hoffelssjökul þar sem þessi mynd var tekin úr 216 m hæð yfir sjávarmáli 28. október 2016.

Save