Málþing um loftslagsbreytingar – upptökur af fyrirlestrum
Þann 3. júní síðastliðinn var haldið málþing í Nýheimum á Hornafirði um loftslagsbreytingar og aðgerðir heima fyrir. Var það haldið á vegum Sveitarfélagsins Hornafjarðar, Landverndar, Evrópustofu og Alþjóðamálastofnunar HÍ.
Málþingið var vel sótt og fyrirlestrarnir áhugaverðir.
Flestir fyrirlestrana voru teknir upp og viljum við benda áhugasömum á að hægt er að nálgast þá á veraldarvefnum. Athugið þó að hljóðið er ekki gott.
Hér eru slóðir á hvern og einn fyrirlesara:
Ásgerður Kristín Gylfadóttir, bæjarstjóri Hornafjarðar setti málþingið
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, fundarstjóri
Wendel Trio, framkvæmdarstjóri Climate Action Network Europe, flutti erindið; The global climate crisis in a local context
Hrönn Egilsdóttir, doktorsnemi við HÍ flutti erindið; Súrnun sjávar. Hverjar gætu afleiðingar verið fyrir Ísland?
Guðmundur H. Gunnarsson, framleiðslustjóri Skinney-Þinganess hf. flutti erindið; Sjávarútvegsfyrirtæki á tímum loftlagsbreytinga
Snævarr Guðmundsson, landfræðingur Náttúrustofu Suðausturlands flutti erindið; Viðbrögð jökla við hlýnandi loftslagi
Guðmundur Ögmundsson, þjóðgarðsvörður Vatnajökulsþjóðgarði flutti erindið; Jöklaþjóðgarður á tímum loftslagsbreytinga (ekki náðist að taka allt erindið upp)
Vegna tækniörðugleika náðist ekki að taka upp erindi Eyjólfs Guðmundssonar skólameistara Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu um mælingar FAS nemenda á Heinabergsjökli og erindi Rannveigar Magnúsdóttur verkefnastjóra hjá Landvernd um samstarfsverkefni Landverndar og Sveitarfélagsins Hornafjarðar um loftslagsmál.
Hér má sjá dagskrá málþingsins í heild.