Líffræðingur – sumarstarf

Náttúrustofa Suðausturlands auglýsir sumarstarf á komandi sumri fyrir líffræðing, í M.Sc námi eða þriðja árs nema. Starfið felst í rannsóknum og úttekt á lífríki Skarðsfjarðar, sem er austan við Höfn í Hornafirði. Gagnasöfnun, úrvinnsla gagna og skýrslugerð, auk þátttöku í öðrum verkefnum Náttúrustofunnar. Starfshlutfallið er 100%, eða eftir samkomulagi. Starfsaðstaða er á Höfn í Hornafirði.

Starfsmaðurinn þarf að hafa góða íslensku- og tölvukunnáttu, vera skipulagður, sjálfstæður í vinnubrögðum og eiga gott með samstarf. Reynsla af rannsóknarstörfum er æskileg.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Umsóknir með upplýsingum um starfsferil og menntun skulu berast Náttúrustofu Suðausturlands, Litlubrú 2, 780 Höfn eða á netfangið kristin@nattsa.is fyrir 25. mars.

Nánari upplýsingar veitir Kristín Hermannsdóttir forstöðumaður í síma 4708060