Grunnrannsóknir lífríkis við Míganda í Skarðsfirði
Út er komin skýrsla á vegum Náttúrustofu Suðausturlands um grunnrannsóknir lífríkis við Míganda í Skarðsfirði sumarið 2015. Verkefnið var styrkt af Atvinnu- og rannsóknarsjóði Sveitarfélagsins Hornafjarðar en samstarfsaðilar voru Fuglaathugunarstöð Suðausturlands, Jón S. Ólafsson á Veiðimálasofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands, Framhaldsskólinn í Austur- Skaftafellssýslu og Náttúrufræðistofunun Kópavogs.
Mígandi er dragá sem rennur í Skarðsfjörð. Fyrir um 40 árum var farvegi árinnar beint í Bergá vegna flóða yfir vatnsból Hornfirðinga. Vatnsbólið var fært norðar um 10 árum síðar, en vatni Míganda var aldrei beint aftur sinn gamla farveg. Nú eru uppi hugmyndir að endurheimta ána.
Sumarið 2015 voru gerðar grunnrannsóknir á lífríki Míganda með áherslur á vatnalífið í ánni, gróðurþekju við farveginn, ífánu leirunnar sem áin rennur í, grunnmælingar í vatninu, svo sem sýrustig, leiðni og seltu, ásamt fuglatalningum í Skarðsfirði.
Helstu niðurstöður sýna að botndýralíf einkenndist á rykmýi og tegundum sem flestar eru aðlagaðar lygnum búsvæðum. Blaðgræna botnþörunga var lítil. Gróðurþekja var metin og tegundafjölbreytileiki plantna skráður. Ífánan í árósnum var einsleit eins og við mátti búast vegna erfiðra ísalta aðstæðna. Leiðni í ánni var í hærra lagi miðað við dragár. Fuglalífið er gífurlega mikið og fjölbreytt og dreifðist misjafnlega um fjörðinn.
Skýrsluna í heild sinni má sjá á vef Náttúrustofu Suðausturlands nattsa.is undir útgefið efni eða hér.